0

Myndband: Sacramento Kings æfa með Urijah Faber

faber sacramento kingsNBA liðið Sacramento Kings tók á dögunum æfingu undir handleiðslu Urijah Faber.

Urijah Faber er stofnandi Team Alpha Male liðsins sem er staðsett í Sacramento í Kaliforníu. Liðið æfði í æfingaaðstöðu Team Alpha Male undir handleiðslu Faber en hann berst í bantamvigt UFC. Faber er ekki nema 168 cm á hæð en hann kenndi til að mynda hinum 211 cm háa DeMarcus Cousins.

Þetta var skemmtileg tilbreyting fyrir körfuboltaliðið í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil í NBA. Fyrrnefndur Cousins virðist ekki vera á leið í MMA eftir að körfuboltaferlinum lýkur miðað við ummæli hans í myndbandinu hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.