UFC 200 var að ljúka og var bardagakvöldið fínasta skemmtun. Tveir titilbardagar voru á dagskrá en hér eru úrslit kvöldsins.
Við erum enn á ný með nýjan meistara í bantamvigt kvenna. Amanda Nunes sigraði Mieshu Tate í fyrstu lotu með „rear naked choke“. Nunes vankaði Tate illa snemma í bardaganum og reyndi Tate að ná henni niður í örvæntingu sinni en tókst ekki. Að lokum náði Nunes bakinu á vankaðri Tate og kláraði hana með hengingu. Frábær frammistaða og er Amanda Nunes bantamvigtarmeistari UFC. Nunes sigraði konuna sem sigraði konuna sem sigraði konuna sem sigraði Rondu Rousey.
Hér má svo sjá öll úrslit kvöldsins.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes sigraði Miesha Tate með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:16 í 1. lotu.
Þungavigt: Brock Lesnar sigraði Mark Hunt eftir einróma dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Daniel Cormier sigraði Anderson Silva eftir einróma dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: José Aldo sigraði Frankie Edgar eftir einróma dómaraákvörðun.
Þungavigt: Cain Velasquez sigraði Travis Browne með tæknilegu rothöggi eftir 4:57 í 1. lotu.
Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)
Bantamvigt kvenna: Julianna Peña sigraði Cat Zingano eftir einróma dómaraákvörðun.
Hentivigt (171.25 pund): Kelvin Gastelum sigraði Johny Hendricks eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: T.J. Dillashaw sigraði Raphael Assunção eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Sage Northcutt sigraði Enrique Marín eftir dómaraákvörðun.
Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)
Léttvigt: Joe Lauzon sigraði Diego Sanchez með tæknilegu rothöggi eftir 1:26 í 1. lotu.
Millivigt: Gegard Mousasi sigraði Thiago Santos með tæknilegu rothöggi eftir 4:32 í 1. lotu.
Léttvigt: Jim Miller sigraði Takanori Gomi með tæknilegu rothöggi eftir 2:18 í 1. lotu.
Þvílík vonbrigði sem þetta kvöld var of mikið hæp og slappir bardagar fyrir utan Tate vs Nunes, frábær frammistaða hjá Nunes, Aldo vs Edgar sem var fínn líka og Cain leit vel út nánast eins og gamli Cain en það kæmi þó ekki á óvart ef að hann væri meiddur og þyrfti að fara í aðgerð bráðlega. Mark Hunt sagði svona 300 sinnum að hann ætlaði að kýla hausinn af Brock sem hefði kannski gerst ef að hann hefði reynt að kýla hann oftar en þessi 10 hægu högg sem hann gerði. Brock fékk líka þægilegasta “match up” sem hann gat fengið af gæjum sem eru í topp 10 í þungavigtinni og eins mikið og ég elska Hunt að þá er það ekkert skritið að record-ið hans sé 12-11-1. Maður var orðinn smá spenntur fyrir DC vs Anderson en sá bardagi var mjög skrítinn og lágstemmdur sem er kannski ekki furða miðað við aðstæður en miðað við hvað DC var búinn að undirbúa sig vel fyrir bardagann við Jones að þá fannst mér hann ekki líta neitt frábærlega út en Anderson getur oft látið menn líta þannig út svo sem.
Einkunn C+