1

Úrslit UFC 200

ufc 200 tate nunesUFC 200 var að ljúka og var bardagakvöldið fínasta skemmtun. Tveir titilbardagar voru á dagskrá en hér eru úrslit kvöldsins.

Við erum enn á ný með nýjan meistara í bantamvigt kvenna. Amanda Nunes sigraði Mieshu Tate í fyrstu lotu með „rear naked choke“. Nunes vankaði Tate illa snemma í bardaganum og reyndi Tate að ná henni niður í örvæntingu sinni en tókst ekki. Að lokum náði Nunes bakinu á vankaðri Tate og kláraði hana með hengingu. Frábær frammistaða og er Amanda Nunes bantamvigtarmeistari UFC. Nunes sigraði konuna sem sigraði konuna sem sigraði konuna sem sigraði Rondu Rousey.

Hér má svo sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes sigraði Miesha Tate með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:16 í 1. lotu.
Þungavigt: Brock Lesnar sigraði Mark Hunt eftir einróma dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Daniel Cormier sigraði Anderson Silva eftir einróma dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: José Aldo sigraði Frankie Edgar eftir einróma dómaraákvörðun.
Þungavigt: Cain Velasquez sigraði Travis Browne með tæknilegu rothöggi eftir 4:57 í 1. lotu.

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Bantamvigt kvenna: Julianna Peña sigraði Cat Zingano eftir einróma dómaraákvörðun.
Hentivigt (171.25 pund): Kelvin Gastelum sigraði Johny Hendricks eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: T.J. Dillashaw sigraði Raphael Assunção eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Sage Northcutt sigraði Enrique Marín eftir dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Léttvigt: Joe Lauzon sigraði Diego Sanchez með tæknilegu rothöggi eftir 1:26 í 1. lotu.
Millivigt: Gegard Mousasi sigraði Thiago Santos með tæknilegu rothöggi eftir 4:32 í 1. lotu.
Léttvigt: Jim Miller sigraði Takanori Gomi með tæknilegu rothöggi eftir 2:18 í 1. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

One Comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.