Það var nokkuð um óvænt úrslit á UFC 201 sem var að ljúka rétt í þessu. Bardagakvöldið var afar skemmtilegt og fengum við að sjá fimm rothögg í kvöld.
Enn einu sinni erum við með nýjan meistara í UFC. Tyron Woodley rotaði Robbie Lawler í 1. lotu og er hann veltivigtarmeistari UFC. Woodley er sjöundi nýji meistarinn í ár og virðist vera óskaplega erfitt að verja beltin sín í ár.
Jake Ellenberger náði kærkomnum sigri á Matt Brown og Karolina Kowalkiewicz tryggði sér titilbardaga gegn landa sínum Joanna Jedrzejczyk með sigri á Rose Namajunas. Hér má sja öll úrslit kvöldsins.
Aðalhluti bardagakvöldsins
Titilbardagi í veltivigt: Tyron Woodley sigraði Robbie Lawler með rothöggi eftir 2:12 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Karolina Kowalkiewicz sigraði Rose Namajunas eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivgt: Jake Ellenberger sigraði Matt Brown með tæknilegu rothöggi eftir 1:46 í 1. lotu.
Bantamvigt: Erik Perez sigraði Francisco Rivera eftir einróma dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Ryan Benoit sigraði Fredy Serrano eftir klofna dómaraákvörðnu.
Upphitunarbardagar (Fox Sports 2)
Léttþungavigt: Nikita Krylov sigraði Ed Herman með rothöggi eftir 40 sekúndur í 2. lotu.
Veltivigt: Jorge Masvidal sigraði Ross Pearson eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Anthony Hamilton sigraði Damian Grabowski með rothöggi eftir 14 sekúndur í 1. lotu.
Fluguvigt: Wilson Reis sigraði Hector Sandoval með hengingu (rear-naked choke) eftir 1:49 í 1. lotu.
Upphitunarbardagar (Fight Pass)
Veltivigt: Michael Graves og Bojan Velickovic gerðu jafntefli (30-27, 28-28, 28-28).
Léttvigt: Damien Brown sigraði Cesar Arzamendia með tæknilegu rothöggi eftir 2:27 í 1. lotu.