0

Keppnisbanni Nick Diaz lýkur á morgun

nick diaz18 mánaða keppnisbanni Nick Diaz lýkur á morgun. Þar með ætti hann að geta snúið aftur í MMA hafi hann áhuga á því.

Nick Diaz fékk fimm ára keppnisbann í september í fyrra eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Í lyfjaprófi Diaz fundust leifar af marijúana en þetta var í þriðja sinn sem hann gerðist sekur um slíkt brot í Nevada fylki.

Málið vakti gífurlega reiði og sérstaklega í ljósi þess að fyrir samsvarandi þriðja brot hefði Diaz aðeins átt að fá þriggja ára bann samkvæmt refsiramma íþróttasambands Nevada. Síðar kom í ljós að Diaz hefði staðist tvö önnur lyfjapróf sama kvöld sem málsvörn Diaz benti á að væri læknisfræðilega ólíklegt.

Prófið sem Diaz féll á var framkvæmt af Quest rannsóknarstofunni sem er ekki viðurkennd af WADA (World Anti Doping Agency). Prófin sem Diaz stóðst þetta kvöld voru hins vegar framkvæmd af rannsóknarstofu sem er viðurkennd af WADA.

Eftir sáttagerð Diaz við íþróttasambandið var fimm ára bann hans lækkað í 18 mánuði. Þá lækkaði sekt hans úr 165.000 dollurum í 100.000 dollara. Bannið náði frá 31. janúar 2015 er hann barðist gegn Anderson Silva og lýkur banninu hans því á morgun.

Í gær óskaði nýji veltivigtarmeistarinn, Tyron Woodley, eftir bardaga gegn Nick Diaz. Woodley var tilbúinn að mæta Diaz eftir þrjár vikur á UFC 202 þegar yngri Diaz bróðirinn, Nate, mætir Conor McGregor.

Fyrir bardagann í gær var Nick Diaz sá eini sem hafði rotað Robbie Lawler. Nú vilja margir sjá þá Lawler og Diaz mætast aftur en fyrri bardaginn fór fram í apríl 2004. Nick Diaz á því ýmsa möguleika fyrir hendi kjósi hann að snúa aftur í MMA.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.