spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC 205 - Sögulegt kvöld

Úrslit UFC 205 – Sögulegt kvöld

conor McGregor Eddie Alvarez UFC New YorkUFC 205 fór fram í Madison Square Garden í nótt og var þetta sögulegur viðburður. Conor McGregor sigraði Eddie Alvarez og er nú handhafi tveggja titla í UFC.

Þetta afrek hefur aldrei verið gert áður en Conor McGregor kláraði Alvarez með höggum í 2. lotu. Conor kýldi Alvarez niður tvisvar í 1. lotu og kláraði hann svo í 2. lotu eftir fjögurra högga fléttu. Conor var gríðarlega yfirvegaður allan tímann og sýndi enn og aftur snilli sína í búrinu.

Tyron Woodley náði að halda veltivigtartitlinum sínum en bardagi hans og Stephen Thompson var dæmdur jafntefli. Uppákoman var ansi skrítin þar sem Bruce Buffer las úrslitin vitlaust upp og tilkynnti Woodley sigurvegara. Í miðju viðtali við Joe Rogan þurfti að leiðrétta úrslitin þar sem bardaginn var dæmdur jafntefli. Furðuleg uppákoma en Woodley heldur beltinu.

Joanna Jedrzejczyk varði strávigtartitil sinn gegn Karolinu Kowalkiewicz eftir fimm lotu. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í léttvigt: Conor McGregor sigraði Eddie Alvarez með tæknilegu rothöggi eftir 3:04 í 2. lotu.
Veltivigt: Tyron Woodley og Stephen Thompson gerðu meirihluta jafntefli (47-47, 47-47, 48-47).
Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jędrzejczyk  sigraði Karolina Kowalkiewicz eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Yoel Romero sigraði Chris Weidman með rothöggi (fljúgandi hné og högg) eftir 24 sekúndur í 3. lotu.
Bantamvigt kvenna: Raquel Pennington sigraði Miesha Tate eftir dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Fjaðurvigt: Frankie Edgar sigraði Jeremy Stephens eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Khabib Nurmagomedov sigraði Michael Johnson með uppgjafartaki (kimura) eftir 2:31 í 3. lotu.
Millivigt: Tim Boetsch sigraði Rafael Natal með tæknilegu rothöggi eftir 3:22 í 1. lotu.
Veltivigt: Vicente Luque sigraði Belal Muhammad með rothöggi eftir 1:19 í 1. lotu.

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Hentivigt (162,6 pund): Jim Miller sigraði Thiago Alves eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Liz Carmouche sigraði Katlyn Chookagian eftir klofna dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular