UFC 221 fór fram í nótt í Ástralíu þar sem þeir Luke Rockhold og Yoel Romero mættust í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá úrslit kvöldsins.
Bardagakvöldið var ekki hlaðið stórstjörnum en var mjög skemmtilegt. Yoel Romero rotaði Luke Rockhold í 3. lotu bardaga þeirra en fátt markvert hafði átt sér stað fram að því. Romero felldi Rockhold með yfirhandar vinstri og fylgdi því eftir með þungu höggi í gólfinu. Enn eitt rothöggið hjá Romero í 3. lotu.
Romero náði ekki tilsettri þyngd í vigtuninni fyrir bardagann og gat því ekki fengið bráðabirgðartitilinn þrátt fyrir sigurinn. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Hentivigt (187,7 pund): Yoel Romero sigraði Luke Rockhold með rothöggi eftir 1:28 í 3. lotu.
Þungavigt: Curtis Blaydes sigraði Mark Hunt eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Tai Tuivasa sigraði Cyril Asker með tæknilegu rothöggi eftir 2:18 í 1. lotu.
Veltivigt: Jake Matthews sigraði Li Jingliang eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Tyson Pedro sigraði Saparbek Safarov með uppgjafartaki (kimura) eftir 3:54 í 1. lotu.
Fox Sports 1 upphitunarbardagar:
Léttvigt: Dong Hyun Kim sigraði Damien Brown eftir klofna dómaraákvörðun.
Millivigt: Israel Adesanya sigraði Rob Wilkinson með tæknilegu rothöggi eftir 3:37 í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Alexander Volkanovski sigraði Jeremy Kennedy með tæknilegu rothöggi eftir 4:57 í 2. lotu.
Fluguvigt: Jussier Formiga sigraði Ben Nguyen með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:43 í 1. lotu.
UFC Fight Pass upphitunarbardagar:
Léttvigt: Ross Pearson sigraði Mizuto Hirota eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: José Alberto Quiñónez sigraði Teruto Ishihara eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Luke Jumeau sigraði Daichi Abe eftir dómaraákvörðun.