spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC 249

Úrslit UFC 249

UFC 249 fór fram í nótt í tómri höll í Jacksonville í Flórída. Tveir titilbardagar voru á dagskrá en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Justin Gaethje sigraði Tony Ferguson í aðalbardaga kvöldsins. Gaethje var betri allan tímann og lúskraði á Tony Ferguson yfir fimm lotur. Gaethje vankaði Ferguson nokkrum sinnum en þegar rúm mínúta var eftir af bardaganum stöðvaði dómarinn Herb Dean bardagann þar sem hann hafði séð nóg. Tony Ferguson var enn standandi en virtist ekki andmæla ákvörðun dómarans.

Tapið markaði endalok 12 bardaga sigurgöngu Ferguson og er bardagi Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson úr sögunni í bili. Gaethje er bráðabirgðarmeistari í léttvigt og mun væntanlega mæta Khabib síðar á árinu.

Henry Cejudo sigraði Dominick Cruz með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Cejudo lenti hné í lok 2. lotu sem felldi Cruz og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu. Cruz át nokkur högg en á meðan hann var að standa upp stöðvaði dómarinn bardagann. Cruz var ósáttur við ákvörðun dómarans en Cejudo fagnaði.

Í viðtalinu eftir bardagann sagðist Cejudo vera hættur í MMA. Cejudo er 33 ára gamall og sagðist vera sáttur með ferilinn.

Francis Ngannou náði síðan enn einu rothögginu þegar hann kláraði Jairzinho Rozenstruik eftir aðeins 20 sekúndur. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í léttvigt: Justin Gaethje sigraði Tony Ferguson með tæknilegu rothöggi eftir 3:39 í 5. lotu.
Titilbardagi í bantamvigt: Henry Cejudo sigraði Dominick Cruz með tæknilegu rothöggi (knee and punches) eftir 4:58 í 2. lotu.
Þungavigt: Francis Ngannou sigraði Jairzinho Rozenstruik með rothöggi (punches) eftir 20 sekúndur í 1. lotu.
Hentivigt (150,5 pund): Calvin Kattar sigraði Jeremy Stephens með rothöggi (elbows and punches) eftir 2:42 í 2. lotu.
Þungavigt: Greg Hardy sigraði Yorgan de Castro eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).

ESPN upphitunarbardagar:

Veltivigt: Anthony Pettis sigraði Donald Cerrone eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Aleksei Oleinik sigraði Fabricio Werdum eftir klofna dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Carla Esparza sigraði Michelle Waterson eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Vicente Luque sigraði Niko Price með tæknilegu rothöggi (doctor stoppage) eftir 3:37 í 3. lotu.

ESPN upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Bryce Mitchell sigraði Charles Rosa eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Ryan Spann sigraði Sam Alvey eftir klofna dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular