Thursday, June 20, 2024
spot_img
HomeErlentHenry Cejudo segist vera hættur

Henry Cejudo segist vera hættur

Henry Cejudo tilkynnti óvænt í gær að hann væri hættur í MMA eftir sigur á Dominick Cruz í gær.

Henry Cejudo sigraði Dominick Cruz með tæknilegu rothöggi í 2. lotu á UFC 249 í gær. Þetta var hans fyrsta titilvörn sem bantamvigtarmeistari og tilkynnti hann í búrinu eftir sigurinn að hann væri hættur í MMA.

Cejudo sagði á blaðamannafundinum í gær að þetta hefði verið eitthvað sem hann var búinn að ákveða fyrirfram. Cejudo gekkst undir aðgerð á öxl í fyrra og var frá í nokkra mánuði en Cejudo naut frelsisins sem fylgdi því að vera ekki á stöðugum æfingum.

„Ég hef örugglega keppt á 600 glímumótum í gegnum ævina síðan ég var 11 ára gamall. Það er það eina sem ég hef gert. Ég á ekki börn. Ég er kominn með konu núna og ég vil stíga inn í þann kafla af lífi mínu. Ég hef verið mjög eigingjarn og réttilega þar sem ég hef unnið gull á Ólympíuleikunum, fluguvigtartitilinn, bantamvigtartitilinn og ég varði báða titlana. Ég vil hætta á toppnum eins og ég gerði í glímunni. Ég sé mig ekki snúa aftur og ég vil vera kóngur um aldur og ævi,“ sagði Cejudo á blaðamannafundinum eftir bardagann.

Cejudo vildi fá nýjan samning við UFC fyrir þennan bardaga en fékk ekki. Cejudo er bara 33 ára gamall og telja margir að þetta sé samningatækni til að fá betri samning frá UFC. Cejudo útilokaði ekki að snúa aftur einn daginn ef gott tilboð myndi berast. Hann sagði þó að það væri ólíklegt og að ákvörðun sín byggist á draum sínum um að stofna fjölskyldu.

„Dana er með númerið mitt. Látum þessa bantamvigtarmenn slátra hvor öðrum. Leyfum þeim að skemmta sér. Þeir segja að ég sé að velja bardaga mína en það þarf ekki nema að skoða ferilskrána mína. Þeir geta sagt það sem þeir vilja en ég hef gert allt.“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular