spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC 253

Úrslit UFC 253

UFC 253 fór fram í nótt þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Hér má sjá úrslit kvöldsins.

Bardagakvöldið var ansi skemmtilegt og sérstaklega aðalbardagi kvöldsins. Israel Adesanya og Paulo Costa börðust um millivigtartitil UFC í aðalbardaga kvöldsins.

Paulo Costa átti bara ekki séns! Bardaginn byrjaði rólega og var Israel Adesanya mikið að sparka í lappir Costa. Costa var kokhraustur og með smá stæla en sótti lítið fyrir utan eitt og eitt högg. Costa náði aldrei að króa Adesanya af við búrið og láta höggin dynja á honum eins og hann er svo þekktur fyrir.

Í 2. lotu fór að hitna aðeins í kolunum og lenti Adesanya hásparki um miðja lotuna en Costa fékk lítin skurð í kjölfarið. Þeir Costa og Adesanya skiptust á höggum í vasanum þar sem Adesanya lenti góðum krók sem felldi Costa. Adesanya fór með honum í gólfið og lét þung högg dynja á Costa þar til dómarinn stöðvaði bardagann. Algjörir yfirburðir Adesanya.

Þeir Jan Blachowicz og Dominick Reyes mættust um léttþungavigtarbeltið í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Bardaginn fór rólega af stað en Blachowicz lenti nokkrum góðum spörkum í skrokk Reyes og var Reyes með gott mar strax á skrokknum í 1. lotu. Í 2. lotu lenti Blachowicz góðri fléttu sem vankaði Reyes. Reyes reyndi að svara en Blachowicz náði góðum króki og kláraði hann svo í gólfinu með höggum. Blachowicz er því nýr léttþungavigtarmeistari UFC og heldur áfram að koma á óvart. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í millivigt: Israel Adesanya sigraði Paulo Costa með tæknilegu rothöggi eftir 3:59 í 2. lotu.
Titilbardagi í léttþungavigt: Jan Błachowicz sigraði Dominick Reyes með tæknilegu rothöggi eftir 4:36 í 2. lotu.
Fluguvigt: Brandon Royval sigraði Kai Kara-France með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 48 sekúndur í 2. lotu.
Bantamvigt kvenna: Ketlen Vieira sigraði Sijara Eubanks eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Hentivigt (150 pund): Hakeem Dawodu sigraði Zubaira Tukhugov eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 30-27, 29-28).

ESPN upphitunarbardagar:

Léttvigt: Brad Riddell sigraði Alex da Silva Coelho eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Jake Matthews sigraði Diego Sanchez eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (150 pund): Ľudovít Klein sigraði Shane Young með rothöggi (head kick and punches) eftir 1:16 í 1. lotu.
Léttþungavigt: William Knight sigraði Aleksa Camur eftir dómaraákvörðun.

ESPN 2 / ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Þungavigt: Juan Espino Dieppa sigraði Jeff Hughes með uppgjafartaki (scarf hold choke) eftir 3:48 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Danilo Marques sigraði Khadis Ibragimov eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular