spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC 254

Úrslit UFC 254

UFC 254 fór fram í kvöld í Abu Dhabi. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Khabib Nurmagomedov og Justin Gaethje en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Khabib virkaði í tilfinningalegu uppnámi á leið í búrið í kvöld en var hins vegar í toppformi í búrinu. Bardaginn byrjaði fjörlega og var mikill hamagangur í 1. lotu. Gaethje var hreyfanlegur og ætlaði greinilega ekki að leyfa Khabib að króa sig af upp við búrið. Gaethje náði nokkrum fínum höggum og þar á meðal góðum lágspörkum en Khabib hélt áfram að pressa. Í lok 1. lotu náði Khabib fellu og komst strax í „mount“. Þar sem lítið var eftir af lotunni fór hann í armlás en Gaethje varðist.

Önnur lota byrjaði á svipaðan hátt og sú fyrsta. Gaethje sparkaði en Khabib virtist grípa sparkið, tók hann niður og komst strax á bakið á Gaethje. Gaethje snéri inn í Khabib og var því undir í „mount“. Khabib fór strax að sækja í „triangle“ frá „mount“ og lét sig falla á bakið með læstan „triangle“. Hengingin var þétt og var Gaethje að tappa út en dómarinn virtist ekki taka eftir því en Gaethje var á endanum svæfður.

Khabib svæfði því Gaethje með „triangle“ eftir 1:34 í 2. lotu. Mögnuð frammistaða hjá Khabib. Strax eftir bardagann brast Khabib í grát og var greinilega í miklu uppnámi. Hann tók af sér hanskana og tilkynnti í viðtalinu að hann væri hættur í MMA þar sem hann vildi ekki halda áfram að berjast án föður síns.

Robert Whittaker sigraði Jared Cannonier í frábærum bardaga í millivigtinni. Whittaker vankaði Cannonier í 3. lotu en Cannonier tókst að lifa af. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins en bardagakvöldið var frábær skemmtun.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í léttvigt: Khabib Nurmagomedov sigraði Justin Gaethje með uppgjafartaki (triangle choke) eftir 1:34 í 2. lotu.
Millivigt: Robert Whittaker sigraði Jared Cannonier eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Þungavigt: Alexander Volkov sigraði Walt Harris með tæknilegu rothöggi (body kick and punches) eftir 1:15 í 2. lotu.
Millivigt: Phil Hawes sigraði Jacob Malkoun með rothöggi (punches) eftir 18 sekúndur í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Lauren Murphy sigraði Liliya Shakirova með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:31 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Magomed Ankalaev sigraði Ion Cuțelaba með rothöggi (punches) eftir 4:19 í 1. lotu.

ESPN 2 / ESPN+ upphitunarbardagar:

Þungavigt: Tai Tuivasa sigraði Stefan Struve með rothöggi (punches) eftir 4:59 í 1. lotu.
Hentivigt (140 pund): Casey Kenney sigraði Nathaniel Wood eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (173 pund): Shavkat Rakhmonov sigraði Alex Oliveira með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 4:40 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Da Un Jung og Sam Alvey háðu jafntefli (split) (29-28, 28-29, 28-28).

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Fluguvigt kvenna: Miranda Maverick sigraði Liana Jojua með tæknilegu rothöggi (læknir stöðvaði bardagann) eftir 5:00 í 1. lotu.
Hentivigt (159,5 pund): Joel Álvarez sigraði Alexander Yakovlev með uppgjafartaki (armbar) eftir 3:00 í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular