spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Almeida vs. Garbrandt

Úrslit UFC Fight Night: Almeida vs. Garbrandt

Almeida-vs-GarbrandtUFC Fight Night: Almeida vs. Garbrandt var að ljúka. Bardagakvöldið var hin fínasta skemmtun og olli aðalbardaginn svo sannarlega ekki vonbrigðum.

Cody Garbrandt átti sína bestu frammistöðu á ferlinum og rotaði Thomas Almeida eftir tæpar þrjár mínútur í fyrstu lotu. Garbrandt átti bardagann frá fyrstu sekúndu og virkaði Almeida hikandi allan bardagann.

Aðalhluti bardagakvöldsins var skemmtilegur en fimm af sex bardögunum fóru allar þrjár loturnar. Rick Story kom öflugur til baka eftir langa pásu og Jeremy Stephens sigraði Renan Barao í frumraun hans í fjaðurvigtinni. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Bantamvigt: Cody Garbrandt sigraði Thomas Almeida með rothöggi eftir 2:53 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Jeremy Stephens sigraði Renan Barão eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Rick Story sigraði Tarec Saffiedine eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Chris Camozzi sigraði Vitor Miranda eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Lorenz Larkin sigraði  Jorge Masvidal eftir klofna dómaraákvörðun.
Léttvigt: Paul Felder sigraði Josh Burkman eftir dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Bantamvigt kvenna: Sara McMann sigraði Jessica Eye eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Abel Trujillo sigraði Jordan Rinaldi eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Jake Collier sigraði Alberto Uda með tæknilegu rothöggi eftir 1:06 í 2. lotu.
Léttvigt: Erik Koch sigraði Shane Campbell með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:02 í 2. lotu.

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Bantamvigt: Bryan Caraway sigraði Aljamain Sterling eftir klofna dómaraákvörðun.
Þungavigt: Adam Milstead sigraði Chris De La Rocha með tæknilegu rothöggi eftir 4:01 í 2. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular