0

UFC staðfestir tvo nýja þungavigtarbardaga

UFC-203-Werdum-RothwellÁ síðasta sólarhring hefur UFC staðfest tvo skemmtilega þungavigtarbardaga. Fyrrum þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum er kominn með næsta bardaga.

Fabricio Werdum var rotaður af Stipe Miocic fyrr í maí á UFC 198. Hann mun snúa aftur og mæta Ben Rothwell á UFC 203 í Cleveland. Bardagakvöldið fer fram þann 10. september og mun Stipe Miocic mæta Alistair Overeem í sinni fyrstu titilvörn í aðalbardaga kvöldsins.

Rothwell og Werdum eru báðir að koma til baka eftir tap en samanlagt hafa þeir klárað 49 bardaga.

UFC staðfesti einnig aðalbardagann á UFC bardagakvöldinu í Hamburg í haust. UFC mun heimsækja Hamburg í Þýskalandi þann 3. september og munu þeir Andrei Arlovski og Josh Barnett mætast í aðalbardaga kvöldsins. Það er í raun ótrúlegt að þeir hafi aldrei mæst áður en samanlagt eru þeir með 80 bardaga á milli sín og gríðarlega reynslumiklir.

Þetta er ekki eini bardaginn sem staðfestur hefur verið í Hamburg en Ilir Latifi mætir Ryan Bader sama kvöld.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.