spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Anderson vs. Blachowicz 2

Úrslit UFC Fight Night: Anderson vs. Blachowicz 2

UFC var með bardagakvöld í Rio Rancho í Nýju-Mexíkó í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Corey Anderson og Jan Blachowicz en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Jan Blachowicz rotaði Corey Anderson strax í 1. lotu. Anderson vann fyrri bardaga þeirra árið 2015 og var mun betri það kvöld. Í nótt var það Blachowicz sem hafði betur en hann felldi Anderson með hægri krók og kláraði með einu höggi í gólfinu. Flottur sigur hjá Jan Blachowicz en hann hefur nú unnið sjö af síðustu átta bardögum sínum.

Jon Jones var viðstaddur meðal áhorfenda og virtist ánægður með frammistöðu Blachowicz. Blachowicz óskaði eftir titilbardaga en Jones virtist spenntur yfir sigri Blachowicz.

Bardagi Michel Pereira og Diego Sanchez var furðulegur eins og við var að búast. Pereira var mun betri og virkaði talsvert stærri en Sanchez. Sanchez náði lítið að ógna og fékk litla hjálp frá horninu sínu sem samanstóð af hinum reynslulausa Joshua Fabia. Pereira felldi Sanchez niður í 3. lotu og hnjáaði Sanchez á meðan hann var liggjandi sem er ólöglegt. Sanchez gat ekki haldið áfram eftir höggið og var Pereira dæmdur úr leik eftir ólöglegt hnéspark. Diego Sanchez sigraði en var aldrei inni í bardaganum.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttþungavigt: Jan Błachowicz sigraði Corey Anderson með rothöggi eftir 3:08 í 1. lotu.
Veltivigt: Diego Sanchez sigraði Michel Pereira eftir að Pereira var dæmdur úr leik (illegal knee) eftir 3:09 í 3. lotu.
Fluguvigt kvenna: Montana De La Rosa sigraði Mara Romero Borella eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Léttvigt: Brok Weaversigraði Kazula Vargas eftir að Vargas var dæmdur úr leik (illegal knee) eftir 4:02 í 1. lotu.
Hentivigt (128 pund): Ray Borg sigraði Rogério Bontorin eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-25).
Léttvigt: Lando Vannata sigraði Yancy Medeiros eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).

ESPN+ upphitunarbardagar:

Veltivigt: Daniel Rodriguez sigraði Tim Means með uppgjafartaki (standing guillotine choke) eftir 3:37 í 2. lotu.
Bantamvigt: John Dodson sigraði Nathaniel Wood með tæknilegu rothöggi eftir 16 sekúndur í 3. lotu.
Léttvigt: Scott Holtzman sigraði Jim Miller eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Devin Clark sigraði Dequan Townsend eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Merab Dvalishvili sigraði Casey Kenney eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Macy Chiasson sigraði Shanna Young eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Raulian Paiva sigraði Mark De La Rosa með rothöggi eftir 4:42 í 2. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular