UFC var með bardagakvöld í gær þar sem þeir Curtist Blaydes og Derrick Lewis mættust í aðalbardaga kvöldsins.
12 bardagar voru á dagskrá og var bardagakvöldið góð skemmtun. Bardagakvöldið byrjaði mjög vel þar sem fyrstu fimm bardagar kvöldsins enduðu með rothöggi.
Curtis Blaydes fann snemma fyrir höggþunga Derrick Lewis í aðalbardaga kvöldsins. Blaydes náði þó góðum höggum sjálfur í 1. lotu. Blaydes reyndi fáar fellur en Lewis varðist þeim öllum. Í 2. lotu dýfði Blaydes hausnum niður til að fara í fellu og mætti upphöggi frá Lewis sem steinrotaði Blaydes.
Þetta var 12. sigur Lewis í UFC með rothöggi og jafnaði hann þar með met Vitor Belfort yfir flest rothögg í sögu UFC.
Tom Aspinall olli ekki vonbrigðum gegn reynsluboltanum Andrei Arlovski. Aspinall vankaði Arlovski í 1. lotu og lét fjölda högga fylgja en Arlovski jafnaði sig. Í 2. lotu fór Aspinall snemma í fellu og náði strax hengingunni. Arlovski tappaði út en þetta var aðeins hans annað tap á ferlinum eftir uppgjafartak í 52 bardögum.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Þungavigt: Derrick Lewis sigraði Curtis Blaydes með rothöggi (punch) eftir 1:26 í 2. lotu.
Hentivigt (138 pund): Yana Kunitskaya sigraði Ketlen Vieira eftir dómaraákvörðun (29–28, 29–28, 29–28).
Fjaðurvigt: Darrick Minner sigraði Charles Rosa eftir dómaraákvörðun (30–26, 30–27, 29–27).
Þungavigt: Chris Daukaus sigraði Aleksei Oleinik með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 1:55 í 1. lotu.
Millivigt: Phil Hawes sigraði Nassourdine Imavov eftir meirihluta dómaraákvörðun (28–28, 29–28, 29–28).
Þungavigt: Tom Aspinall sigraði Andrei Arlovski með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:09 í 2. lotu.
ESPN+ upphitunabardagar:
Hentivigt (150 pund): Jared Gordon sigraði Danny Chavez eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: John Castañeda sigraði Eddie Wineland með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:44 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Julian Erosa sigraði Nate Landwehr með tæknilegu rothöggi (flying knee) eftir 56 sekúndur í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Casey O’Neill sigraði Shana Dobson með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 3:41 í 2. lotu.
Hentivigt (140,5 pund): Aiemann Zahabi sigraði Drako Rodriguez með rothöggi (punch) eftir 3:05 í 1. lotu.
Þungavigt: Sergey Spivak sigraði Jared Vanderaa með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:32 í 2. lotu.