Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÁ uppleið: Nassourdine Imavov

Á uppleið: Nassourdine Imavov

Það eru alltaf einhverjir efnilegir bardagamenn á hverju bardagakvöldi en sá áhugaverðasti um helgina er Nassourdine Imavov.

Aldur: 24 ára
Bardagaskor: 9-2
Rothögg: 3
Uppgjafartök: 4
Stærsti sigur: Jordan Williams

Nassourdine Imavov er fæddur í Dagestan, Rússlandi en býr núna í Frakklandi og æfir hjá MMA Factory í París. Um helgina mun hann taka sinn annan bardaga í UFC þegar hann mætir Phil Hawes.

Imavov barðist fyrri hluta ferils síns á minni bardagakvöldum í Evrópu og var þar að mæta ágætis andstæðingum á pappír. Þannig að þetta er alls ekki fóðrað bardagaskor þar sem hann mætti t.d. bardagamanni sem var 7-2 í fyrsta atvinnumannabardaganum sínum. Einnig var síðasti bardagi hans áður en hann komst í UFC á móti Jonathan Meunier sem var í UFC og æfir hjá Tristar.

MMA Factory

MMA Factory er bardagastöð á hraðri uppleið, sérstaklega þar sem það var lengi bannað að halda sjónvarpaða MMA viðburði í Frakklandi. Yfirþjálfarinn er Fernand Lopez og er það í rauninni þrekvirki hvað honum hefur tekist að búa til þarna. Francis Ngannou er líklega frægasti bardagamaðurinn til að koma frá þeim en hann yfirgaf stöðina eftir tapið á móti Stipe Miocic.

Nýlega hefur Lopez komið í viðtöl þar sem hann talar um það hvernig hann er svekktur með Ngannou og að hann sé ósáttur með framkomu hans í sinn garð. Þá sérstaklega hvernig hann henti honum undir rútuna eftir Stipe bardagann þegar hann nennti ekki að æfa felluvörn fyrir bardagann eða halda sig við planið í bardaganum. Þá bjuggust margir við því að MMA heimurinn myndi ekki sjá mikið meira frá MMA Factory á svona háum stalli en það var aldeilis ekki raunin. 

Núna eru þeir með Nassourdine Imavov, Alan Baudot og Cyril Gane í UFC. Einnig færði Ion Cutelaba sig nýlega yfir til Frakklands til að æfa í MMA Factory. Á þessum bardagamönnum sem Lopez hefur fengið að þróa skín það í gegn að hann er með Luta Livre bakgrunn. Helsti gallinn við MMA Factory er þó að glíman þeirra er ekki nægilega góð eins og á flestum stöðum í Vestur-Evrópu en bardagamennirnir eru þó með góð uppgjafartök. Þetta ætti þó að vera í lagi fyrir Imavov þar sem glíman hans virðist vera góð eftir grunninn í Dagestan og er því mjög spennandi að sjá hvað hann getur náð langt undir leiðsögn Lopez. Fyrir áhugasama er til flott myndband af Lopez að kenna Ngannou fléttuna sem rotaði Overeem

Bardagamaðurinn Nassourdine Imavov

Imavov er spennandi bardagamaður sem er góður í flestu. Hann er með glímubakgrunn en er líka orðinn mjög góður standandi núna. Það er því miður ekki til neitt rosaleg mikið af filmu af honum en það sem er til er mjög gott.

Í frumraun sinni í UFC mætti hann Jordan Williams í smá furðulegum bardaga þar sem þeir skölluðu hvorn annan eftir tæplega mínútu í bardaganum. Það virtist hafa mikil áhrif á Imavov í bardaganum og tók hann smá kjúklingadans eftir þetta. Seinna tók hann þó yfir bardagann og vann mjög sannfærandi. Helsti gallinn hjá Imavov er helst að hann mætti vera betri varnarlega standandi en það er eitthvað sem vel er hægt að laga. 

Hversu langt getur hann náð?

Það er mjög erfitt að dæma eitthvað um Imavov strax en hann gæti farið í báðar áttir. Hann er með mjög hátt þak, þannig hann gæti alveg blandað sér í baráttu um belti í framtíðinni en einng kæmi það ekkert á óvart ef hann tapar um helgina og hann verði ekki lengi í UFC og öllum gleymdur eftir nokkur ár.

Tom Aspinall

Einnig er Englendingurinn Tom Aspinall að berjast um helgina en um hann var á lista MMA Frétta yfir 5 bestu nýliða ársins 2020. Honum var spáð mikilli velgengni þannig það verður áhugavert að fylgjast með honum mæta reynsluboltanum Andrei Arlovski.

Sævar Helgi Víðisson
Sævar Helgi Víðisson
- Fjölmiðlafræðinemi - Keppnisreynsla í hnefaleikum - Langt leiddur MMA aðdáandi
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular