spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Brunson vs. Shahbazyan

Úrslit UFC Fight Night: Brunson vs. Shahbazyan

UFC var með bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Derek Brunson og Edmen Shahbazyan.

Það var hálfgerð bölvun á bardagakvöldinu í nótt þar sem fjölmargir bardagar féllu niður. Fjórir bardagar féllu niður fyrr í dag af ólíkum ástæðum aðeins nokkrum klukkustundum fyrir bardagann.

Derek Brunson var of stórt próf fyrir hinn 22 ára Edmen Shabazyan. Edmen vann 1. lotuna en í 2. lotu tók Brunson yfir og kláraði lotuna með þungum höggum í gólfinu. Læknirinn leit á Edmen fyrir 3. og síðustu lotuna en Edmen gat haldið áfram. Eftir aðeins 26 sekúndur var Brunson aftur kominn í toppstöðu í gólfinu þar sem hann lét höggin dynja og ákvað dómarinn að stöðva bardagann.

Joanne Calderwood tók séns og tók bardaga gegn Jennifer Maia eftir að titilbardagi hennar féll niður. Calderwood ákvað að taka Maia niður í 1. lotu og náði Maia að læsa armlás af bakinu. Áhættan borgaði sig ekki fyrir Calderwood þar sem Maia nældi sér í sigur. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Millivigt: Derek Brunson sigraði Edmen Shahbazyan með tæknilegu rothöggi eftir 26 sekúndur í 3. lotu.
Fluguvigt kvenna: Jennifer Maia sigraði Joanne Calderwood með uppgjafartaki (armbar) eftir 4:29 í 1. lotu.
Veltivigt: Vicente Luque sigraði Randy Brown með rothöggi eftir 4:56 í 2. lotu.
Léttvigt: Bobby Green sigraði Lando Vannata eftir dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar:

Hentivigt (140,5 pund): Jonathan Martinez sigraði Frankie Saenz með tæknilegu rothöggi (knee and punches) eftir 57 sekúndur í 3. lotu.
Fjaðurvigt: Nathan Maness sigraði Johnny Muñoz eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Jamall Emmers sigraði Vincent Cachero eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Chris Gutiérrez og Cody Durdenháðu jafntefli (28-28, 28-28, 28-28).

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular