spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Chiesa vs. Magny

Úrslit UFC Fight Night: Chiesa vs. Magny

UFC var með bardagakvöld í kvöld í Abu Dhabi. Þeir Neil Magny og Michael Chiesa mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Aðalbardagi kvöldsins var í veltivigt á milli tveggja bardagamanna sem eru á topp 10 í veltivigtinni. Það var mikið glímt yfir loturnar fimm og náði Chiesa fellu í öllum lotunum. Hann komst alltaf ofan á Magny og var Chiesa einfaldlega betri glímumaður í kvöld.

Þrátt fyrir að Chiesa væri stöðugt að ná Magny niður ákvað Magny samt að „clincha“ við Chiesa. Chiesa náði fellunum úr „clinchinu“ og endaði alltaf ofan á gólfinu þar sem Magny var í vandræðum. Chiesa vann fjórar af fimm lotum og var sigurinn aldrei í hættu.

Eftir bardagann óskaði Chiesa eftir bardaga við Colby Covington en sagðist ekki ætla að bíða lengi ef Covington samþykkir ekki. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Veltivigt: Michael Chiesa sigraði Neil Magny eftir dómaraákvörðun (49-46, 49-46, 49-46).
Veltivigt: Warlley Alves sigraði Mounir Lazzez með tæknilegu rothöggi (body kicks and punches) eftir 2:35 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Isaac Villanueva sigraði Vinicius Moreira með rothöggi (punch) eftir 39 sekúndur í 2. lotu.
Fluguvigt kvenna: Viviane Araújo sigraði Roxanne Modafferi eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-26).
Fluguvigt: Matt Schnell sigraði Tyson Nam eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Fjaðurvigt: Lerone Murphy sigraði Douglas Silva de Andrade eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 30-27).
Millivigt: Omari Akhmedov sigraði Tom Breese með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 1:41 í 2. lotu.

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar:

Bantamvigt: Ricky Simon sigraði Gaetano Pirrello með uppgjafartaki (arm-triangle choke)eftir 4:00 í 2. lotu.
Fluguvigt: Su Mudaerji sigraði Zarrukh Adashev eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Dalcha Lungiambula sigraði Markus Perez eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Francisco Figueiredo sigraði Jerome Rivera eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Mike Davis sigraði Mason Jones eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Umar Nurmagomedov sigraði Sergey Morozov með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:39 í 2. lotu.
Fluguvigt kvenna: Manon Fiorot sigraði Victoria Leonardo með tæknilegu rothöggi (head kick and punches) eftir 4:08 í 2. lotu. 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular