Saturday, May 18, 2024
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Cyborg vs. Lansberg

Úrslit UFC Fight Night: Cyborg vs. Lansberg

ufc-fight-night-95UFC hélt bardagakvöld í Brasilíu í nótt. Cris Cyborg mætti Linu Lansberg í aðalbardaganum en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Það kom ekkert á óvart í aðalbardaga kvöldsins. Cyborg átti bardagann frá fyrstu sekúndu og kláraði þá sænsku í 2. lotu. Lansberg var hörð af sér en Cyborg einfaldlega betri bardagamaður.

Renan Barao nældi sér í sinn fyrsta sigur í fjaðurvigtinni með sigri á Phillipe Nover. Barao leit ágætlega út og tók þetta eftir dómaraákvörðun.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Hentivigt (140 pund): Cristiane Justino sigraði Lina Lansberg með tæknilegu rothöggi eftir 2:29 í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Renan Barão sigraði Phillipe Nover  eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Roy Nelson sigraði Antônio Silva með rothöggi eftir 4:10 í 2. lotu.
Léttvigt: Francisco Trinaldo sigraði Paul Felder með tæknilegu rothöggi eftir 2:33 í 3. lotu.
Millivigt: Eric Spicely sigraði Thiago Santos með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:58 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Godofredo Pepey sigraði Mike De La Torre með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:03 í 1. lotu.

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Hentivigt (158 pund): Michel Prazeres sigraði Gilbert Burns Decision eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Rani Yahya sigraði Michinori Tanaka eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Jussier Formiga sigraði Dustin Ortiz eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Erick Silva sigraði Luan Chagas með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:57 í 3. lotu.

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Léttvigt: Alan Patrick sigraði Stevie Ray eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Vicente Luque sigraði Héctor Urbina með rothöggi eftir 1 mínútu í 1. lotu.
Léttvigt: Gregor Gillespie sigraði Glaico França eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular