UFC bardagakvöldinu í Boston var að ljúka rétt í þessu. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir T.J. Dillashaw og Dominick Cruz en hér má sjá úrslit kvöldsins.
Eftir þrjár krossbandsaðgerðir tókst Dominick Cruz að endurheimta bantamvigtarbeltið sitt. Þetta er eitt ótrúlegasta afrek í sögu UFC eftir allt sem hann hefur þurft að ganga í gegnum. Bardaginn var afar jafn og spennandi og hefði dómaraákvörðunin auðveldlega getað dottið báðu megin.
Dillashaw var vonsvikinn eftir bardagann en honum fannst hann vinna bardagann.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Bantamvigt: Dominick Cruz sigraði T.J. Dillashaw eftir klofna dómaraákvörðun (48-47, 46-49, 49-46).
Léttvigt: Eddie Alvarez sigraði Anthony Pettis eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Þungavigt: Travis Browne sigraði Matt Mitrione með tæknilegu rothöggi eftir 4:09 í 3. lotu.
Léttvigt: Francisco Trinaldo sigraði Ross Pearson eftir dómaraákvörðun.
Fox Sports 1 upphitunarbardagar
Veltivigt: Patrick Côté sigraði Ben Saunders með tæknilegu rothöggi eftir 1:14 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Ed Herman sigraði Tim Boetsch með tæknilegu rothöggi eftir 1:39 í 2. lotu.
Léttvigt: Chris Wade sigraði Mehdi Baghdad með „rear naked choke“ eftir 4:30 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Luke Sanders sigraði Maximo Blanco með „rear naked choke“ eftir 3:38 í 1. lotu.
Fight Pass upphitunarbardagar
Léttvigt: Paul Felder sigraði Daron Cruickshank með „rear naked choke“ eftir 3:56 í 3. lotu.
Léttþungavigt: Ilir Latifi sigraði Sean O’Connell með rothöggi eftir 30 sekúndur í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Charles Rosa sigraði Kyle Bochniak eftir einróma dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Rob Font sigraði Joey Gomez með tæknilegu rothöggi eftir 4:13 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Francimar Barroso sigraði Elvis Mutapcic eftir einróma dómaraákvöðrun.