spot_img
Friday, December 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Dos Anjos vs. Alvarez

Úrslit UFC Fight Night: Dos Anjos vs. Alvarez

rda alvarezÍ nótt fór fram fyrsta bardagakvöldið af þremur þessa helgina í UFC. Rafael dos Anjos og Eddie Alvarez mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Við erum með nýjan meistara eftir að Eddie Alvarez kláraði Rafael dos Anjos með tæknilegu rothöggi strax í 1. lotu. Alvarez er því fyrsti maðurinn til að vera meistari í bæði Bellator og UFC. Alvarez hafði fyrir bardagann sigrað síðasta WEC léttvigtarmeistarann (Anthony Pettis) og síðasta Strikeforce meistarann (Gilbert Melendez).

Það var mikið um uppgjafartök í gær og kláruðust fyrstu fimm bardagarnir allir með uppgjafartaki. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Titilbardagi í léttvigt: Eddie Alvarez sigraði Rafael dos Anjos með tæknilegu rothöggi eftir 3:49 í 1. lotu.
Þungavigt: Derrick Lewis sigraði Roy Nelson eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Alan Jouban sigraði Belal Muhammad eftir einróma dómaraákvörðun.
Léttvigt: Joseph Duffy sigraði Mitch Clarke með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 25 sekúndur í 1. lotu.

Upphitunarbardagar

Veltivigt: Alberto Mina sigraði Mike Pyle með rothöggi (fljúgandi hné og högg) eftir 1:17 í 2. lotu
Léttvigt: John Makdessi sigraði Mehdi Baghdad eftir klofna dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Anthony Birchak sigraði Dileno Lopes Decision eftir klofna dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Pedro Munhoz sigraði Russell Doane með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 28 sekúndur í 1. lotu
Bantamvigt: Felipe Arantes sigraði Jerrod Sanders með uppgjafartaki (armbar) eftir 1:39 í 2. lotu.
Léttvigt: Gilbert Burns sigraði Łukasz Sajewski með uppgjafartaki (armbar) eftir 4:57 í 1. lotu.
Bantamvigt: Marco Beltrán sigraði Reginaldo Vieira með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:04 í 2. lotu.
Veltivigt: Vicente Luque sigraði Alvaro Herrera með uppgjafartaki (D’Arce choke) eftir 3:52 í 2. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular