spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Edwards vs. Muhammad

Úrslit UFC Fight Night: Edwards vs. Muhammad

UFC var með bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Bardagakvöldið var skrítið þar sem tveir bardagar voru dæmdir ógildir.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Leon Edwards og Belal Muhammad. Þetta var fyrsti bardagi Edwards síðan í júlí 2019 og kærkomið fyrir hann að komast aftur í búrið.

Eftir góða 1. lotu endaði bardaginn með ósköpum. Snemma í 2. lotu potaði Edwards óvart í auga Muhammad sem greip strax um augað og öskraði af sársauka. Dómarinn gerði hlé á bardaganum en það leið ekki á löngu þar til dómarinn stöðvaði bardagann þar sem Muhammad var ófær um að halda áfram. Bardaginn var því dæmdur ógildur og svekkjandi niðurstaða fyrir báða.

Fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins var líka sérstakur. Eryk Anders þjarmaði vel að Darren Stewart og var sá síðarnefndi vankaður. Þegar Stewart var niðri lenti Anders ólöglegu hné í höfuð Stewart. Dómarinn gerði hlé á bardaganum og kallaði inn lækninn. Læknirinn mat Stewart ófæran um að halda áfram og var bardaginn dæmdur ógildur.

Um síðustu helgi var Petr Yan dæmdur úr leik eftir svipað atvik í bardaganum gegn Aljamain Sterling. Í þessu tilviki var bardagi Anders-Stewart dæmdur ógildur og enginn sigurvegari þar sem dómarinn taldi að Anders hefði ekki viljandi hnjáað Stewart í höfuðið.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Veltivigt: Bardagi Leon Edwards og Belal Muhammad var dæmdur ógildur eftir augnpot eftir 18 sekúndur í 2. lotu.
Léttþungavigt: Ryan Spann sigraði Misha Cirkunov með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 1:11 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Dan Ige sigraði Gavin Tucker með rothöggi (punch) eftir 22 sekúndur í 1. lotu.
Bantamvigt: Davey Grant sigraði Jonathan Martinez með rothöggi (punch)           eftir 3:03 í 2. lotu.
Fluguvigt: Matheus Nicolau sigraði Manel Kape eftir klofna dómaraákvörðun (28–29, 29–28, 29–28).
Millivigt: Bardagi Eryk Anders og Darren Stewart var dæmdur ógildur eftir ólöglegt hné (illegal knee) eftir 4:37 í 1. lotu.

ESPN+ upphitunarbardagar:

Strávigt kvenna: Angela Hill sigraði Ashley Yoder eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Charles Jourdain sigraði Marcelo Rojo með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:31 í 3. lotu.
Bantamvigt: Rani Yahya sigraði Ray Rodriguez með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 3:09 í 2. lotu.
Léttvigt: Nasrat Haqparast sigraði Rafa García eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt kvenna: JJ Aldrich sigraði Cortney Casey eftir klofna
dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Jinh Yu Frey sigraði Gloria de Paula eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Matthew Semelsberger sigraði Jason Witt með rothöggi (punch) eftir 16 sekúndur í 1. lotu

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular