UFC var með bardagakvöld í Las Vegas í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Marvin Vettori og Jack Hermansson.
Aðalbardaginn átti upphaflega að vera á milli Jack Hermansson og Darren Till. Till meiddist hins vegar og kom Kevin Holland inn í staðinn. Holland fékk síðan Covid í síðustu viku og kom Marvin Vettori inn í staðinn.
Vettori var í hörku formi í kvöld (enda átti hann að berjast við Jacare eftir viku) og kýldi Hermansson niður strax í 1. lotu. Hermansson tókst að lifa af í gólfinu og þraukaði út lotuna. Hermansson var eftir það nokkrum skrefum á eftir Vettori sem var einfaldlega betri í kvöld.
Hermansson reyndi fellur í 2. og 3. lotu en tókst aldrei að komast ofan á. Vettori sýndi frábæra felluvörn og lenti fleiri höggum standandi. Vettori vann því eftir einróma dómaraákvörðun eftir sigur í fjórum af fimm lotum kvöldsins. Vettori hrósaði Hermansson eftir bardagann og óskaði eftir bardaga við Paulo Costa næst.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Millivigt: Marvin Vettori sigraði Jack Hermansson eftir dómaraákvörðun (49-46, 49-46, 49-45).
Hentivigt (207,5 pund): Jamahal Hill sigraði Ovince Saint Preux með tæknilegu rothöggi eftir 3:37 í 2. lotu.
Léttvigt: Gabriel Benítez sigraði Justin Jaynes með tæknilegu rothöggi (knee to the body and elbows) eftir 4:06 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Roman Dolidze sigraði John Allan eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 30-27, 29-28).
Léttvigt: Jordan Leavitt sigraði Matt Wiman með rothöggi (slam) eftir 23 sekúndur í 1. lotu.
ESPN2 / ESPN+ upphitunarbardagar:
Bantamvigt: Louis Smolka sigraði José Alberto Quiñónez með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 2:15 í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Ilia Topuria sigraði Damon Jackson með rothöggi (punch) eftir 2:38 í 1. lotu.
Þungavigt: Jake Collier sigraði Gian Villante eftir dómaraákvörðun.