spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Holloway vs. Kattar

Úrslit UFC Fight Night: Holloway vs. Kattar

Fyrsta bardagakvöld ársins hjá UFC fór fram í dag í Abu Dhabi. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Max Holloway og Calvin Kattar.

Max Holloway átti heimsklassa frammistöðu gegn Calvin Kattar. Holloway var upp á sitt allra besta þegar hann sigraði Calvin Kattar eftir fimm lotu bardaga. Holloway rústaði Kattar og vann nokkrar lotur 10-8 hjá dómurunum.

Kattar var harður og neitaði að fara niður en Holloway var einfaldlega miklu betri og raðaði höggunum inn að vild. Mögnuð frammistaða hjá Holloway sem sýndi að hann er langt frá því að vera búinn.

Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt og fengum við mögnuð tilþrif. Carlos Condit sigraði Matt Brown í skemmtilegum bardaga og var þetta annar sigur Condit í röð eftir fimm töp í röð þar á undan.

Li Jingliang kláraði Santiago Ponzinibbio með mögnuðu rothöggi í 1. lotu. Ponzinibbio hafði ekki barist í rúm tvö ár vegna sýkingar og átti ekki góða endurkomu. Ponzinibbio var á sjö bardaga sigurgöngu en Jingliang slökkti á honum.

Joaquin Buckley var ein skærasta stjarnan á síðasta ári eftir magnað rothögg en byrjar þetta ár ekki vel. Alessio Di Chiricio, sem hafði tapað þremur bardögum í röð, rotaði Buckley með hásparki strax í 1. lotu. Gríðarlega óvænt úrslit en frábær sigur hjá Di Chirico.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Fjaðurvigt: Max Holloway sigraði Calvin Kattar eftir dómaraákvörðun (50–43, 50–43, 50–42).
Veltivigt: Carlos Condit sigraði Matt Brown eftir dómaraákvörðun (30–27, 30–27, 30–27).
Veltivigt: Li Jingliang sigraði Santiago Ponzinibbio með rothöggi (punch) eftir 4:25 í 1. lotu.
Millivigt: Alessio Di Chirico sigraði Joaquin Buckley með rothöggi (head kick) eftir 2:12 í 1. lotu.
Millivigt: Punahele Soriano sigraði Duško Todorović með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:48 í 1. lotu.

ESPN+ upphitunarbardagar:

Bantamvigt kvenna: Joselyne Edwards sigraði Wu Yanan eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Carlos Felipe sigraði Justin Tafa eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Ramazan Emeev sigraði David Zawada eftir klofna dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Vanessa Melo sigraði Sarah Moras eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Austin Lingo sigraði Jacob KilburneEftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular