spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Lewis vs. Abdurakhimov

Úrslit UFC Fight Night: Lewis vs. Abdurakhimov

UFC hélt lítið bardagakvöld í Albany í New York í gærkvöldi. Þungavigtarmennirnir Derrick Lewis og Shamil Abdurakhimov mættust í aðalbardaga kvöldsins.

Aðalbardaginn var ekki mikið fyrir augað en Lewis sigraði eftir tæknilegt rothögg í 4. lotu. Abdurakhimov var með yfirhöndina fyrstu þrjár loturnar og skoraði stig með fellum. Það hægðist verulega á honum þegar leið á bardagann og gerði hann full lítið í 3. lotu sem varð til þess að dómarinn gaf honum viðvörun.

Lewis náði Abdurakhimov niður í 4. lotu sem var hans fyrsta fella í bardaganum. Lewis lét höggin dynja á honum þar til dómarinn stöðvaði bardagann. Lewis var mjög svekktur með frammistöðu sína en sigur er sigur.

Francis Ngannou er nú 9-1 eftir sigur á Anthony Hamilton í nótt. Fyrstu þrjá bardaga sína kláraði Ngannou með höggum en í þetta sinn kláraði hann Hamilton með uppgjafartaki í 1. lotu. Ngannou heldur áfram að vaxa og er óhætt að segja að hann sé einn sá efnilegasti í þungavigtinni í dag.

Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Þungavigt: Derrick Lewis sigraði Shamil Abdurakhimov með tæknilegu rothöggi í 4. lotu.
Þungavigt: Francis Ngannou sigraði Anthony Hamilton með uppgjafartaki (kimura) eftir 1:57 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Corey Anderson sigraði Sean O’Connell með tæknilegu rothöggi eftir 2:36 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Gian Villante sigraði Saparbek Safarov með tæknilegu rothöggi eftir 2:54 í 2. lotu.

Upphitunarbardagar

Hentivigt (116,4 pund): Justine Kish sigraði Ashley Yoder eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Randy Brown sigraði Brian Camozzi með tæknilegu rothöggi eftir 1:25 í 2. lotu.
Millivigt: Gerald Meerschaert sigraði Joe Gigliotti með uppgjafartaki (anaconda choke) eftir 4:12 í 1. lotu.
Millivigt: Andrew Sanchez sigraði Trevor Smith eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Shane Burgos sigraði Tiago Trator eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Marc Diakiese sigraði Frankie Perez eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Ryan Janes sigraði Keith Berish eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Juliana Lima sigraði JJ Aldrich eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular