Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAnthony Pettis náði ekki vigt

Anthony Pettis náði ekki vigt

Anthony Pettis var þremur pundum yfir 145 punda fjaðurvigtartakmarkinu í vigtuninni fyrir UFC 206. Pettis á að mæta Max Holloway á UFC 206 annað kvöld.

Bardaginn átti að vera upp á svo kallað bráðabirgðarbelti í fjaðurvigtinni en nú er ljóst að Pettis getur ekki orðið fjaðurvigtarmeistari þegar hann náði ekki fjaðurvigtartakmarkinu. Ekki er vitað hvort þetta verði titilbardagi fyrir Holloway en UFC mun sennilega gefa eitthvað út innan skamms.

Pettis var 148 pund á vigtinni, þremur pundum yfir. Heimildir herma að hann hafi hreinlega hætt að svitna en þetta átti að vera annar bardagi Pettis í fjaðurvigtinni eftir langa veru í léttvigt.

Rustam Khabilov náði ekki heldur vigt en hann var 158,5 pund eða þremur og hálfu pundi yfir léttvigtartakmarkinu. Valerie Letourneau náði ekki heldur vigt en hún var tveimur pundum yfir.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular