Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC helgarinnar

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC helgarinnar

Það eru tvö UFC kvöld um helgina, eitt lítið og eitt stórt. Þetta er ekki flókið, stóra kvöldið á laugardagskvöldið er bardagakvöldið sem skiptir máli, hitt er allt í lagi ef þið hafið ekkert betra að gera. Förum yfir þetta.

  • Þungavigt á föstudagskvöldi: Það er ekkert sem segir bjór og burritos eins og stórir menn að berjast í búri. Fyrsta bardagakvöld helgarinnar fer fram í Albany í Bandaríkjunum í kvöld. Tveir aðalbardagar kvöldsins verða í þungavigt. Fyrst verður það Derrick ‘The Black Beast’ Lewis sem mætir Rússanum Shamil Abdurakhimov og svo berst Anthony Hamilton við Francis ‘The Predator’ Ngannou. Bombur munu fljúga og verður gaman að sjá þessa stóru menn slást.
  • Geggjaður bardagi í fjaðurvigt: Gleymið þessu bráðabirgðarbelti. Bardagi Anthony Pettis og Max Holloway á laugardagskvöldið er algjör veisla. Stílar beggja nánast tryggja góðan bardaga og auk þess er mjög mikið í húfi. Það besta við þennan bardaga er að hann er fimm lotur svo það verður nægur tími fyrir báða til að leika listir sínar.

  • Kúrekinn gegn hinum ódauðlega: Það hefur verið gaman að fylgjast með upprisu Donald Cerrone í veltivigt. Hér mætir hann algjörum harðjaxli sem mun ekki gefa tommu eftir, sjálfum Matt Brown. Þessa tvo þarf ekki að kynna, festið sætisólarnar og njótið.
  • Ný stjarna á uppleið: Hinn 25 ára Suður-Kóreubúi Doo Ho Choi lítur út eins og 12 ára gutti en hann getur rotað. Í 15 sigrum hefur hann rotað 12 andstæðinga og þar með talið alla þrjá bardaga hans í UFC. Nú mætir hann hinum reynslumikla Cub Swanson sem verður erfið prófraun. Það verður mjög áhugavert að sjá hvort að stráksi sé klár í slaginn.

UFC bardagakvöldið í kvöld hefst kl 22:45 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2. UFC 206 fer svo fram á morgun þar sem fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular