spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: MacDonald vs. Thompson

Úrslit UFC Fight Night: MacDonald vs. Thompson

ufc ottawaUFC bardagakvöldinu í Kanada var að ljúka rétt í þessu. Þeir Rory MacDonald og Stephen Thompson mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalbardaginn var afar tæknilegur en það var Stephen ‘Wonderboy’ Thompson sem fór með sigur af hólmi. Thompson sigraði allar loturnar hjá tveimur dómurunum og átti MacDonald erfitt með að loka á gagnárásir Thompson. Þetta var sjöundi sigur Thompson í röð og óskaði hann eftir titilbardaga í viðtalinu eftir bardagann.

Donald Cerrone náði í sinn annan sigur í röð í veltivigtinni og verður gaman að sjá hver næstu skref verða hjá honum. Hér má svo sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Veltivigt: Stephen Thompson sigraði Rory MacDonald eftir einróma dómaraákvörðun.
Veltivigt: Donald Cerrone sigraði Patrick Côté eftir tæknilegt rothögg eftir 2:35 í 3. lotu.
Léttþungavigt: Steve Bossé sigraði Sean O’Connell eftir einróma dómaraákvörðun.
Léttvigt: Olivier Aubin-Mercier sigraði Thibault Gouti eftir uppgjafartak (rear-naked choke) eftir 2:28 í 3. lotu.
Fluguvigt kvenna: Joanne Calderwood sigraði Valérie Létourneau eftir tæknilegt rothögg (skrokkhögg og spinning backfist) eftir 2:51 í 3. lotu.

Upphitunarbardagar (Fox Sports 2)

Léttvigt: Jason Saggo sigraði Leandro Silva eftir klofna dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Misha Cirkunov sigraði Ion Cutelaba eftir uppgjafartak (arm-triangle choke) eftir 1:22 í 3. lotu.
Millivigt: Krzysztof Jotko sigraði Tamdan McCrory með rothöggi eftir 59 sekúndur í 1. lotu.
Bantamvigt: Joe Soto sigraði Chris Beal eftir uppgjafartak (rear-naked choke) eftir 3:39 í 3. lotu.

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Millivigt: Elias Theodorou sigraði Sam Alvey eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (117,5 pund): Randa Markos sigraði Jocelyn Jones-Lybarger eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Colby Covington sigraði Jonathan Meunier eftir uppgjafartak (rear-naked choke) eftir 54 sekúndur í 3. lotu.
Fluguvigt: Ali Bagautinov sigraði  Geane Herrera eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular