Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC: MacDonald vs. Thompson í kvöld?

Hvenær byrjar UFC: MacDonald vs. Thompson í kvöld?

ufc ottawaMjög skemmtilegt bardagakvöld fer fram í kvöld í Ottawa, Kanada. Þeir Rory MacDonald og Stephen Thompson mætast í frábærum aðalbardaga kvöldsins.

Það er mikið um skemmtilega bardaga í kvöld eins og við fórum yfir í ástæðunum í gær. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22:45 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2:30. Hér að neðan má sjá hvaða bardagar eru í kvöld.

Bardagaaðdáendur á Íslandi geta horft á alla bardagana á Fight Pass rás UFC.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl 2:30)

Veltivigt: Rory MacDonald gegn  Stephen Thompson
Veltivigt: Donald Cerrone gegn Patrick Côté
Léttþungavigt: Steve Bossé gegn Sean O’Connell
Léttvigt: Olivier Aubin-Mercier gegn Thibault Gouti
Fluguvigt kvenna: Valérie Létourneau gegn Joanne Calderwood

Fox Sports 2 upphitunarbardagar (hefjast kl 00:30)

Léttvigt: Jason Saggo gegn Leandro Silva
Léttþungavigt: Misha Cirkunov gegn Ion Cutelaba
Millivigt: Tamdan McCrory gegn Krzysztof Jotko
Bantamvigt: Chris Beal gegn Joe Soto

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl 22:45)

Millivigt: Elias Theodorou gegn Sam Alvey
Hentivigt kvenna (117.5 pund): Randa Markos gegn Jocelyn Jones-Lybarger
Veltivigt: Colby Covington gegn Jonathan Meunier
Fluguvigt: Ali Bagautinov gegn Geane Herrera

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular