spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Maia vs. Askren

Úrslit UFC Fight Night: Maia vs. Askren

UFC var með skemmtilegt bardagakvöld í Singapúr í dag. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Demian Maia og Ben Askren.

Margir voru spenntir fyrir að sjá þá Demian Maia og Ben Askren glíma. Þeir Maia og Askren voru samt ekkert á því að glíma fyrst um sinn og stóðu nánast alla 1. lotuna. Þegar 40 sekúndur voru eftir náði Askren fellu og komst ofan á en Maia náði að snúa stöðunni við og fengum við loksins að sjá þá glíma.

Önnur og þriðja lotan var keimlík þeirri fyrstu þar sem þeir stóðu mun meira en flestir vonuðust eftir. Þegar Askren náði fellunni var Maia ógnandi.

Í 3. lotu náði Askren góðri fellu en Maia fór í fótalás og notaði það til að komast ofan á. Maia komst fljótt í „mount“, Askren gaf á sér bakið og kláraði Maia Askren með „rear naked choke“ í 3. lotu. Frábær frammistaða hjá hinum 41 árs gamla Demian Maia. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti baradakvöldsins:

Veltivigt: Demian Maia sigraði Ben Askren með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:54 í 3. lotu.
Léttvigt: Stevie Ray sigraði Michael Johnson eftir meirihluta dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 28-28).
Léttvigt: Beneil Dariush sigraði Frank Camacho með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:02 í 1. lotu.
Þungavigt: Ciryl Gane sigraði Don’tale Mayes með uppgjafartaki (heel hook) eftir 4:46 í 3. lotu.
Veltivigt: Muslim Salikhov sigraði Laureano Staropoli eftir dómaraákvörðun (30-26, 30-26, 29-28).

ESPN+ upphitunarbardagar:

Strávigt kvenna: Randa Markos sigraði Ashley Yoder eftir klofna dómaraákvörðun.
Léttvigt: Rafael Fiziev sigraði Alex White eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Movsar Evloev sigraði Enrique Barzola eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Sergei Pavlovich sigraði Maurice Greene með tæknilegu rothöggi eftir 2:11 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Loma Lookboonmee sigraði Aleksandra Albu eftir klofna dómaraákvörðun.
Þungavigt: Raphael Pessoa Nunes sigraði Jeff Hughes eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular