Fyrsta bardagakvöldið af þremur í þessari viku var að klárast. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þær Rose Namajunas og Paige VanZant.
Rose Namajunas hafði yfirburði gegn Paige VanZant allan bardagann. Namajunas hótaði með nokkrum uppgjafartökum sem VanZant tókst að sleppa úr eftir mikinn baráttuhug. Í fyrstu lotu fékk VanZant skurð fyrir neðan augað og blæddi vel úr honum í bardaganum. Frábær frammistaða hjá Namajunas.
Strávigt kvenna: Rose Namajunas sigraði Paige VanZant með „rear naked choke“ eftir 2:25 í 5. lotu.
Léttvigt: Michael Chiesa sigraði Jim Miller með „rear naked choke“ eftir 2:27 í 2. lotu.
Léttvigt: Sage Northcutt sigraði Cody Pfister með „guillotine“ hengingu eftir 41 sekúndu í 2. lotu.
Millivigt: Thiago Santos sigraði Elias Theodorou eftir einróma dómaraákvörðun.
Upphitunarbardagar kvöldsins (Prelims):
Veltivigt: Tim Means sigraði John Howard með rothöggi eftir 21 sekúndu í 2. lotu.
Veltivigt: Sergio Moraes sigraði Omari Akhmedov með tæknilegu rothöggi eftir 2:18 í 3. lotu.
Millivigt: Bardaginn milli Kevin Casey og Antonio Carlos Junior var dæmdur ógildur eftir pot í augað eftir 11 sekúndur.
Bantamvigt: Aljamain Sterling sigraði Johnny Eduardo með „guillotine hengingu eftir 4:18 í 2. lotu.
Veltivigt: Santiago Ponzinibbio sigraði Andreas Ståhl með tæknilegu rothöggi eftir 4:25 í fyrstu lotu.
Veltivigt: Danny Roberts sigraði Nathan Coy með „triangle“ hengingu eftir 2:46 í fyrstu lotu.
Fjaðurvigt: Zubaira Tukhugov sigraði Phillipe Nover eftir klofnadómaraákvörðin.
Strávigt kvenna: Kailin Curran sigraði Emily Kagan með „rear naked choke“ eftir 4:13 í annarri lotu.