spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Overeem vs. Harris

Úrslit UFC Fight Night: Overeem vs. Harris

UFC var með sitt þriðja bardagakvöld á átta dögum í Jacksonville í Flórída í nótt. Alistair Overeem mætti Walt Harris í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Alistair Overeem kláraði Walt Harris í aðalbardaga kvöldsins. Overeem var kýldur niður í 1. lotu en nýtti alla sína reynslu til að snúa taflinu sér í vil. Overeem kláraði 1. lotu vel og náði svo að klára Harris í 2. lotu. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Þungavigt: Alistair Overeem sigraði Walt Harris eftir tæknilegt rothögg eftir 3:00 í 2. lotu.
Strávigt kvenna: Cláudia Gadelha sigraði Angela Hill eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 29-28).
Fjaðurvigt: Dan Ige sigraði Edson Barboza eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 29-28).
Millivigt: Krzysztof Jotko sigraði Eryk Anders eftir dómaraákvörðun (30-27, 29-28, 29-28).
Fjaðurvigt: Song Yadong sigraði Marlon Vera eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).

ESPN/ESPN+ upphitunarbardagar:

Veltivigt: Miguel Baeza sigraði Matt Brown með rothöggi eftir 18 sekúndur í 2. lotu.
Millivigt: Kevin Holland sigraði Anthony Hernandez með tæknilegu rothöggi eftir 39 sekúndur í 1. lotu. 
Fjaðurvigt: Giga Chikadze sigraði Irwin Rivera eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Nate Landwehr sigraði Darren Elkins eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt kvenna: Cortney Casey sigraði Mara Romero Borella með uppgjafartaki (armbar) eftir 3:36 í 1. lotu.
Þungavigt: Rodrigo Nascimento sigraði Don’Tale Mayes með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:05 í 2. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular