0

Myndband: Chael Sonnen hraunar yfir þjálfara Anthony Smith

Chael Sonnen var gríðarlega ósáttur við hornamenn og þjálfara Anthony Smith fyrir að hafa ekki stöðvað bardaga Smith í síðustu viku.

Anthony Smith tapaði fyrir Glover Teixeira eftir tæknilegt rothögg í 5. lotu. Bardaginn var aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Jacksonville síðasta miðvikudag.

Smith byrjaði vel en var orðinn þreyttur í 3. lotu. Teixeira tók þá yfir og valtaði yfir Smith þar til dómarinn stöðvaði bardagnn í 5. lotu.

Sonnen fannst framkoma þjálfara Smith ógeðsleg þar sem þeir hefðu átt að vera löngu búnir að stöðva bardagann. Smith tapaði tveimur lotum í röð 10-8, tennur voru að detta úr honum og hann átti ekkert eftir á tankinum. Þrátt fyrir það ákvað hornið ekki að kasta inn handklæðinu heldur sendu Smith út í 5. lotu.

Smith æfir undir Marc Montoya hjá Factory X en bardagaklúbburinn hefur verið að skila góðum bardagamönnum til UFC undanfarin tvö ár. Þetta er samt þriðji bardaginn þar sem bardagamenn Montoya eru að tapa mjög einhliða en hornið kastar ekki inn handklæðinu. Thomas Gifford tapaði óþarflega illa fyrir Mike Davis í fyrra en hornið hefði átt að kasta inn handlæðinu eftir 2. lotu. Eryk Anders átti ekkert erindi í að fara í 3. lotu gegn Khalil Rountree þegar þeir mættust í fyrra en hann var fjórum sinnum kýldur niður í 2. lotu.

Dómarinn Jason Herzog baðst afsökunar á að hafa ekki stöðvað bardagann fyrr en Sonnen gagnrýnir hornamenn Smith.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.