spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Overeem vs. Sakai

Úrslit UFC Fight Night: Overeem vs. Sakai

UFC var með lítið bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Alistair Overeem og Augusto Sakai.

Fjölmargir bardagar féllu niður fyrir þetta bardagakvöld. Tveir bardagar féllu niður í dag, laugardag, vegna kórónuveirunnar.

Bardagi Thiago Moises og Jalin Turner féll niður þar sem Thiago greindist með veiruna. Það sama gerðist fyrir bardaga Marcos Rogerio de Lima og Alexander Romanov en de Lima var einnig með kórónaveiruna.

Það voru því bara sjö bardagar á dagskrá í kvöld og enduðu þeir allir á aðalhluta bardagakvöldsins. Það voru því engir upphitunarbardagar á dagskrá í nótt en UFC hefur ekki haft svo fáa bardaga á einu kvöldi síðan 2005.

Aðalbardagi kvöldsins var góður þungavigtarbardagi. Augusto Sakai byrjaðu vel og þjarmaði að Overeem en sá hollenski var þolinmóður og beið átekta. Sakai vann fyrstu tvær loturnar en loturnar voru nokkuð jafnar. Í 3. lotu náði Overeem fellu og náði þar góðum höggum í gólfinu. Það var vendipunktur bardagans þar sem Overeem áttaði sig á því að hann væri einfaldlega betri í gólfinu heldur en Sakai.

Sakai var ógnandi standandi en í 4. lotu fór Overeem aftur í felluna og lenti þungum höggum í gólfinu. Dómarinn fylgdist vel með og var nálægt því að stöðva bardagann í 4. lotu. Það tók síðan aðeins nokkrar sekúndur í 5. lotu fyrir Overeem að ná fellu í lotunni og klára bardagann í 5. og síðustu lotunni.

Ovince St. Preux náði góðu rothöggi á Alonzo Menifield. Menifield byrjaði ágætlega en reynsla St. Preux skilaði sér.

Michel Pereira var miklu betri en Zelim Imadaev og hreinlega rústaði honum en endirinn var umdeildur. Pereira var með yfirburði allan tímann og kom þungum höggum á Imadaev sem gat lítið gert á móti. Þegar lítið var eftir af 3. lotu náði Pereira fellu og fór strax í „rear naked choke“ hengingu. Dómarinn stöðvaði bardagann mjög snemma en Imadaev tappaði aldrei út. Imadaev var ósáttur en hann hefði 100% tapað eftir dómaraákvörðun. Hér að neðan má síðan sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Þungavigt: Alistair Overeem sigraði Augusto Sakai með tæknilegu rothöggi eftir 26 sekúndur í 5. lotu.
Léttþungavigt: Ovince Saint Preux sigraði Alonzo Menifield með rothöggi eftir 4:07 í 2. lotu.
Veltivigt: Michel Pereira sigraði Zelim Imadaev með uppgjafartaki (rear naked choke) eftir 4:39 í 3. lotu.
Millivigt: André Muniz sigraði Bartosz Fabiński með uppgjafartaki (armbar) eftir 2:42 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Brian Kelleher sigraði Ray Rodriguez með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 39 sekúndur í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Viviane Araújo sigraði Montana De La Rosa eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 29-28).
Bantamvigt: Hunter Azure sigraði Cole Smith eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular