spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Rodriguez vs. Waterson

Úrslit UFC Fight Night: Rodriguez vs. Waterson

UFC var með bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þær Marina Rodriguez og Michelle Waterson.

Upphaflega áttu þeir Cory Sandhagen og T.J. Dillashaw að mætast í aðalbardaga kvöldsins en Dillashaw meiddist tæpum tveimur vikum fyrir bardagann.

Marina Rodriguez sigraði Michelle Waterson eftir einróma dómaraákvörðun. Rodriguez vann fjórar lotur og var hættulegri allan bardagann. Waterson sýndi góða takta í 4. lotu þegar hún náði fellu og tókst að lenda góðum höggum í gólfinu en í það heila var Rodriguez betri. Flottur sigur hjá Rodriguez eftir fimm lotu bardaga.

Alex Morono kláraði Donald Cerrone í 1. lotu. Morono kom inn með skömmum fyrirvara og var ekki lengi að þessu. Cerrone hefur nú ekki unnið síðustu 6 bardaga sína (5 töp og 1 jafntefli) en segist ekki ætla að hætta.

Bardagi Amanda Ribas og Angela Hill féll niður fyrr í kvöld eftir að Ribas greindist með Covid fyrr í kvöld.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Fluguvigt kvenna: Marina Rodriguez sigraði Michelle Waterson eftir dómaraákvörðun (48–47, 49–46, 49–46).
Veltivigt: Alex Morono sigraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:40 í 1. lotu.
Veltivigt: Neil Magny sigraði Geoff Neal eftir dómaraákvörðun (29–28, 29–28, 30–27).
Þungavigt: Marcos Rogério de Lima sigraði Maurice Greene eftir dómaraákvörðun (30–26, 30–26, 30–27).
Hentivigt (160,5 pund): Gregor Gillespie sigraði Carlos Diego Ferreira með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:51 í 2. lotu.
Millivigt: Phil Hawes sigraði Kyle Daukaus eftir dómaraákvörðun (30–26, 30–26, 29–27).

ESPN+ upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Michael Trizano sigraði Ľudovít Klein eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Jun Yong Park sigraði Tafon Nchukwi eftir meirihluta dómaraákvörðun (30–25, 29–26, 28–28).
Veltivigt: Carlston Harris sigraði Christian Aguilera með uppgjafartaki (anaconda choke) eftir 2:52 í 1. lotu. 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular