spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Rozenstruik vs. Gane

Úrslit UFC Fight Night: Rozenstruik vs. Gane

UFC var með bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Jairzinho Rozenstruik og Ciryl Gane.

Aðalbardagi kvöldsins olli miklum vonbrigðum. Bardaginn fór allar fimm loturnar og gerðist fátt markvert í bardaganum. Bardaginn minnti á bardaga Francis Ngannou og Derrick Lewis sem þykir einn af þeim leiðinlegustu í sögu UFC.

Ciryl Gane gerði þó mjög vel að forðast þung högg Jairzinho Rozenstruik og hélt sér við góða leikáætlun sína allar fimm loturnar. Rozenstruik sótti lítið og kom árásum sínm aldrei í gang. Gane sigraði eftir dómaraákvörðun eftir að hafa unnið allar fimm loturnar.

Aðeins einn af níu bardögum kvöldsins kláraðist og fer þetta kvöld ekki í sögubækurnar fyrir mögnuð tilþrif.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Þungavigt: Ciryl Gane sigraði Jairzinho Rozenstruik eftir dómaraákvörðun (50–45, 50–45, 50–45).
Léttþungavigt: Magomed Ankalaev sigraði Nikita Krylov eftir dómaraákvörðun (29–28, 29–28, 29–28).
Fluguvigt kvenna: Mayra Bueno Silvaog Montana De La Rosa háðu jafntefli (majority) (28–27, 28–28, 28–28).
Bantamvigt: Pedro Munhoz sigraði Jimmie Rivera eftir dómaraákvörðun (30–27, 30–27, 29–28).
Fjaðurvigt: Alex Caceres sigraði Kevin Croom eftir dómaraákvörðun (30–26, 30–26, 30–27).         

ESPN+ upphitunarbardagar:

Léttvigt: Thiago Moisés sigraði Alexander Hernandez eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Alexis Davis sigraði Sabina Mazo eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Ronnie Lawrence sigraði Vince Cachero með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 2:38 í 3. lotu.
Hentivigt (210,5 pund): Dustin Jacoby sigraði Maxim Grishin eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular