spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Volkan vs. Smith

Úrslit UFC Fight Night: Volkan vs. Smith

UFC var með lítið bardagakvöld í Montcon í Kanada í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Anthony Smith og Volkan Oezdemir.

Bardaginn var fínasta skemmtun en Volkan Oezdemir hafði yfirhöndina framan af. Í 3. lotu sótti Smith í sig veðrið og náði fellu. Þar náði Smith að læsa hengingu og kláraði með „rear naked choke“ þegar rúmar 30 sekúndur voru eftir af 3. lotu. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttþungavigt: Anthony Smith sigraði Volkan Oezdemir með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:26 í 3. lotu.
Hentivigt (147 pund): Michael Johnson sigraði Artem Lobov eftir dómaraákvörðun (unanimous) (29-28, 29-28, 30-27).
Léttþungavigt: Misha Cirkunov sigraði Patrick Cummins með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 2:40 í 1. lotu.
Bantamvigt: Andre Soukhamthath sigraði Jonathan Martinez eftir dómaraákvörðun (unanimous) (30-26, 29-28, 29-28).
Léttþungavigt: Gian Villante sigraði Ed Herman eftir klofna dómaraákvörðun (split) (29-28, 28-29, 29-28).
Veltivigt: Court McGee sigraði Alex Garcia eftir dómaraákvörðun (unanimous) (29-28, 29-28, 30-28).

Fox Sports 2 upphitunarbardagar:

Veltivigt: Sean Strickland sigraði Nordine Taleb með tæknilegu rothöggi eftir 3:10 í 2. lotu.
Léttvigt: Nasrat Haqparast sigraði Thibault Gouti eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Calvin Kattar sigraði Chris Fishgold með tæknilegu rothöggi eftir 4:11 í 1. lotu.
Bantamvigt kvenna: Talita Bernardo sigraði Sarah Moras eftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Léttvigt: Don Madge sigraði Te’Jovan Edwards með rothöggi (head kick) eftir 14 sekúndur í 2. lotu.
Þungavigt: Arjan Bhullar sigraði Marcelo Golm eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Stevie Ray sigraði Jessin Ayari eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular