Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentAllt klappað og klárt fyrir skipti Demetrious Johnson og Ben Askren

Allt klappað og klárt fyrir skipti Demetrious Johnson og Ben Askren

UFC hefur formlega rift samningi sínum við Demetrious Johnson. Johnson getur nú samið við ONE Championship og fer Ben Askren í skiptum.

Greint var frá fyrirætluðum skiptisamningi UFC og ONE Championship í síðustu viku sem kom eins og þruma úr heiðskýru lofti.

Nú þegar UFC hefur leyft Johnson að fara hefur ONE sömuleiðis rift samningnum við Ben Askren. Báðir bardagamenn áttu nokkra bardaga eftir á sínum samningum og hefur svona skiptisamningur aldrei sést áður í MMA.

Forseti ONE, Chatri Sityodtong, greindi formlega frá skipunum í gær á meðan Johnson virtist vera spenntur fyrir samningnum á samfélagsmiðlum.

Askren hefur svo nýtt tímann til að láta marga bardagamenn UFC heyra það á Twitter.

Búist er við að Johnson og Askren skrifa undir samninga við nýju vinnuveitendur sína innan skamms.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular