spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Waterson vs. Hill

Úrslit UFC Fight Night: Waterson vs. Hill

UFC var með bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þær Michelle Waterson og Angela Hill.

Aðalbardagi kvöldsins var fimm lotu spennandi bardagi. Hill byrjaði betur en reynsla Waterson í stórum bardögum skilaði sér á endanum. Waterson sigraði eftir klofna dómaraákvörðun en ekki voru allir sammála niðurstöðu dómaranna.

Umdeilt atvik átti sér stað í bardaga Ed Herman og Mike Rodriguez. Í 2. lotu virtist Rodriguez lenda góðu hnésparki í skrokk Herman sem féll niður en dómarinn gerði hlé á bardaganum þar sem hann taldi að hnéð hefði farið í klof Herman. Í stað þess að láta högg fylgja í gólfinu þurfti Rodriguez að stíga til hliðar á meðan Herman jafnaði sig. Herman náði síðan uppgjafartaki í 3. lotu og kláraði bardagann. Dana White var ósáttur við endalok bardagans en Rodriguez fékk sigurbónus eins og hann hefði unnið bardagann.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Strávigt kvenna: Michelle Waterson sigraði Angela Hill eftir klofna dómaraákvörðun (47–48, 49–46, 48–47).
Léttvigt: Ottman Azaitar sigraði Khama Worthy með tæknilegu rothöggi eftir 1:33 í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Roxanne Modafferi sigraði Andrea Lee eftir dómaraákvörðun (29–28, 29–28, 29–28).
Léttþungavigt: Ed Herman sigraði Mike Rodríguez með uppgjafartaki (kimura) eftir 2:41 í 3. lotu.
Léttvigt: Bobby Green sigraði Alan Patrick eftir dómaraákvörðun (30–27, 30–27, 30–27).
Fjaðurvigt: Billy Quarantillo sigraði Kyle Nelson með rothöggi eftir 7 sekúndur í 3. lotu.

ESPN+ upphitunarbardagar:

Bantamvigt kvenna: Sijara Eubanks sigraði Julia Avila eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Kevin Croom sigraði Roosevelt Roberts með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 31 sekúndu í 1. lotu.
Þungavigt: Alexander Romanov sigraði Roque Martinez með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 4:22 í 2. lotu.
Hentivigt (165 pund): Jalin Turner sigraði Brok Weaver með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:20 í 2. lotu.
Veltivigt: Bryan Barberena sigraði Anthony Ivy eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt kvenna: Sabina Mazo sigraði Justine Kish með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:57 í 3. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular