spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC on Fox 19

Úrslit UFC on Fox 19

Rashad-Evans-Glover-TeixeiraUFC on Fox 19 bardagakvöldið var að klárast rétt í þessu. Bardagakvöldið var ansi skemmtileg og mátti sjá mörg glæsileg tilþrif.

Glover Teixeira rotaði Rashad Evans í 1. lotu. Rashad Evans hefur nú tapað tveimur bardögum í röð og spurning hversu lengi hann á eftir að vera í íþróttinni.

Khabib Nurmagomedov snéri aftur eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla og átti frábæra frammistöðu gegn nýliðanum Darrell Horcher. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Léttþungavigt: Glover Teixeira sigraði Rashad Evans með rothöggi eftir 1:48 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Rose Namajunas sigraði Tecia Torres eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt: Khabib Nurmagomedov sigraði Darrell Horcher með tæknilegu rothöggi eftir 3:38 í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Cub Swanson sigraði Hacran Dias eftir dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar (Fox)

Léttvigt: Michael Chiesa sigraði Beneil Dariush með uppgjafartaki (rear naked choke) eftir 1:20 í 2. lotu.
Bantamvigt kvenna: Raquel Pennington sigraði Bethe Correia eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Santiago Ponzinibbio sigraði Court McGee með tæknilegu rothöggi eftir 4:15 í 1. lotu.
Veltivigt: Michael Graves sigraði Randy Brown með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:31 í 2. lotu.

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Bantamvigt: John Dodson sigraði Manvel Gamburyan með tæknilegu rothöggi eftir 47 sekúndur í 1. lotu.
Millivigt: Cezar Ferreira sigraði Oluwale Bamgbose eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Elizeu Zaleski dos Santos sigraði Omari Akhmedov með tæknilegu rothöggi eftir 3:09 í 3. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular