spot_img
Sunday, November 24, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC London: Werdum vs. Volkov

Úrslit UFC London: Werdum vs. Volkov

UFC var með ansi gott bardagakvöld í London í kvöld. Mögnuð tilþrif litu dagsins ljós á kvöldinu en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Alexander Volkov og Fabricio Werdum í þungavigt. Werdum byrjaði bardagann betur og náði nokkrum fellum. Volkov komst betur inn í bardagann þegar á leið og varðist vel á gólfinu. Í 4. lotu kýldi hann Werdum niður og fylgdi eftir með hnitmiðuðu höggi í gólfinu.

Tveir bardagar í kvöld kláruðust þegar 1 sekúnda var eftir af bardaganum. Paul Craig tókst á ótrúlegan hátt að klára Magomed Ankalaev með „triangle“ hengingu þegar ein sekúnda var eftir af bardaganum. Craig var að tapa bardaganum á stigum og bjargaði sér fyrir horn með hengingunni. Þá tókst Leon Edwards að klára Peter Sobotta með tæknilegu rothöggi þegar ein sekúnda var eftir af bardaganum en Edwards var með sigurinn í sínum höndum þegar bardaginn var stöðvaður.

Bardagi Jan Blachowicz og Jimi Manuwa var valinn besti bardagi kvöldsins og fengu þeir 50.000 dollara bónus og þá fengu þeir Alexander Volkov og Paul Craig sömuleiðis 50.000 dollara frammistöðubónus. Upphitunarbardagar kvöldsins voru frábærir en öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Þungavigt: Alexander Volkov sigraði Fabrício Werdum með rothöggi eftir 1:38 í 4. lotu.
Léttþungavigt: Jan Błachowicz sigraði Jimi Manuwa eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 30-27).
Bantamvigt: Tom Duquesnoy sigraði Terrion Ware eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 30-27).
Veltivigt: Leon Edwards sigraði Peter Sobotta með tæknilegu rothöggi eftir 4:59 í 3. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Millivigt: Charles Byrd sigraði John Phillips eftir uppgjafartak (rear-naked choke) eftir 3:58 í 1. lotu.
Veltivigt: Danny Roberts sigraði Oliver Enkamp með rothöggi eftir 2:12 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Danny Henry sigraði Hakeem Dawodu eftir uppgjafartak (guillotine choke) eftir 39 sekúndur 1. lotu.
Léttþungavigt: Paul Craig sigraði Magomed Ankalaev eftir uppgjafartak (triangle choke) eftir 4:59 í 3. lotu.
Léttvigt: Kajan Johnson sigraði Stevie Ray eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Þungavigt: Dmitriy Sosnovskiy sigraði Mark Godbeer eftir uppgjafartak (rear-naked choke) eftir 4:29 í 2. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular