0

Magnús ‘Loki’ með sigur í sínum fyrsta atvinnumannabardaga

Magnús ‘Loki’ Ingvarsson sigraði Gavin McGee í kvöld sínum fyrsta atvinnumannabardaga. Magnús kláraði bardagann með „triangle“ hengingu í fyrstu lotu.

Magnús var 7-3-1 sem áhugamaður en í kvöld steig hann í fyrsta sinn í búrið sem atvinnumaður.

Í fyrstu lotu komu báðir menn út varkárir en McGee náði fljótlega fellu. Magnús var mjög yfirvegaður af bakinu og stjórnaði fjarlægðinni með „butterfly“ krókum. Magnús náði síðan „triangle“ stöðu af botninum en náði ekki að klára strax og reyndi í um mínutu að ná hengingunni. Eftir að hafa skipt yfir í armlás og aftur yfir í „triangle“ tókst Magnúsi loks að ná réttum vinkli og andstæðingur hans neyddist til að tappa út. Glæsilega gert!

Andstæðingur hans, Gavin McGee, var 4-0 sem áhugamaður og 1-1 á atvinnumannaferlinum fyrir þennan bardaga. Þetta er því frábær sigur á reyndum andstæðingi og glæsileg byrjun á atvinnumannaferlinum hjá Magnúsi Inga.

Íslendingarnir því með fullt hús stiga en fyrr í kvöld sigraði Þorgrímur Þórarinnson andstæðing sinn með hengingu.

Guttormur Árni Ársælsson

-Pistlahöfundur
-Fjólublátt belti í BJJ
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
-M.Sc. í viðskiptafræði
Guttormur Árni Ársælsson

Comments

comments

Guttormur Árni Ársælsson

-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera -M.Sc. í viðskiptafræði

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.