Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞorgrímur nýr veltivigarmeistari áhugamanna í CSFC

Þorgrímur nýr veltivigarmeistari áhugamanna í CSFC

Þorgrímur Þórarinsson er nýr veltivigtarmeistari áhugamanna í Caged Steel (CSFC) samtökunum eftir glæstan sigur í kvöld.

Þorgrímur svæfði andstæðing sinn í þriðju lotu en bardaginn var erfiður og sýndi hann mikla seiglu og baráttuvilja. Þorgrímur er nú 2-1 á ferlinum en þetta var hans þriðji áhugamannabardagi.

Í fyrstu lotu kom andstæðingur Þorgríms út agressívur og náði mjög snemma fellu. Þorgrími tókst að snúa stöðunni við í lok lotunnar og endaði ofan á.

Í annarri lotu var Þorgrímur á botninum meiri hluta lotunnar en tókst að standa upp í lok lotunnar og endaði hana með því að pressa andstæðing sinn upp við búrið.

Í þriðju lotu náði Þorgrímur fellunni snemma og þaðan bakinu. Eftir smá baráttu náði hann „rear naked choke“ hengingu og svæfði andstæðing sinn.

Með sigrinum er Þorgrímur því nýr meistari samtakanna í veltivigt sem er frábær árangur hjá okkar manni.

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular