spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC on ESPN 1

Úrslit UFC on ESPN 1

UFC var með bardagakvöld í Arizona í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Francis Ngannou og Cain Velasquez en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Það tók Francis Ngannou aðeins 26 sekúndur að klára Cain Velasquez. Cain pressaði Ngannou en át nokkur högg í kjölfarið og svo stutt upphögg sem felldi Cain. Þegar Cain féll niður bognaði hnéð hans illa og snéri hann sér undan þar sem Ngannou hélt áfram að kýla Cain þar til dómarinn stöðvaði bardagann. Flottur sigur hjá Ngannou en sorgleg niðurstaða fyrir Cain eftir langa fjarveru frá búrinu.

Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Þungavigt: Francis Ngannou sigraði Cain Velasquez með rothöggi eftir 26 sekúndur í 1. lotu.
Léttvigt: Paul Felder sigraði James Vick eftir dómaraákvörðun (29-28, 30-27, 30-27).
Strávigt kvenna: Cynthia Calvillo sigraði Cortney Casey eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 30-27).
Fjaðurvigt: Kron Gracie sigraði Alex Caceres með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:06 í 1. lotu.
Veltivigt: Vicente Luque sigraði Bryan Barberena með tæknilegu rothöggi (knees and punches) eftir 4:54 í 3. lotu.
Fjaðurvigt: Andre Fili sigraði Myles Jury eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).

Upphitunarbardagar:

Bantamvigt: Aljamain Sterling sigraði Jimmie Rivera eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (140 pund): Manny Bermudez sigraði Benito Lopez með uppgjafartaki (D’Arce choke) eftir 3:09 í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Andrea Lee sigraði Ashlee Evans-Smith eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Nik Lentz sigraði Scott Holtzman eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (138 pund): Luke Sanders sigraði Renan Barão með rothöggi (punches) eftir 1:01 í 2. lotu.
Strávigt kvenna: Emily Whitmire sigraði Aleksandra Albu með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:01 í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular