Thursday, May 2, 2024
HomeErlentJohn Kavanagh: Leon Edwards gerir fá mistök

John Kavanagh: Leon Edwards gerir fá mistök

Mynd: Snorri Björns.

John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson, var staddur hér á landi á dögunum með yfir 20 erlenda bardagamenn. Við ræddum við John um æfingabúðirnar, Leon Edwards og Gunnar.

Yfir 20 erlendir bardagamenn voru í Mjölni síðustu tvær vikur við æfingar. Margir þeirra eru að berjast á Bellator bardagakvöldinu í Dublin um helgina og fór hluti æfingabúðanna fram hér á landi.

Gunnar Nelson mætir Leon Edwards á UFC bardagakvöldinu í London þann 16. mars. Þetta er gríðarlega mikilvægur bardagi fyrir Gunnar og er ljóst að Edwards verður erfiður andstæðingur.

„Leon er með mikið sjálfstraust. Hann hefur aldrei verið kláraður með uppgjafartaki og hefur barist hátt í 20 bardaga og aðeins þrisvar tapað, aldrei verið kláraður í gólfinu. Hann er mjög rólegur í öllum stöðum, gerir fá mistök. Hann er örvhentur þannig að það verður dálítið öðruvísi að minnka fjarlægðina. Þetta verður áhugavert,“ segir John Kavanagh um Edwards.

„Við erum með bardagamann sem er skynsamur, er ekki villtur og svo er Gunni með mikinn sprengikraft þegar hann er að komast í clinchið. Þetta er áhugaverður bardagi standandi. Hver veit, kannski verður þetta meira kickbox heldur en glíma? Þetta gæti mögulega verið besti bardagi kvöldsins.“

Á dögunum fór fram blaðamannafundur fyrir bardagakvöldið þar sem þeir Darren Till, Leon Edwards, Jorge Masvidal og Nathaniel Wood voru viðstaddir. Edwards eyddi stórum hluta blaðamannafundarins í að tala um Darren Till og mögulegan bardaga þeirra í framtíðinni. Kavanagh telur þó ekki að Edwards sé að horfa of langt fram á veginn og hafi einfaldlega verið að svara spurningum á blaðamannafundinum.

Þeir Darren Till og Jorge Masvidal mætast í aðalbardaga kvöldsins í London og telur Kavanagh að sigurvegararnir gætu mögulega mæst í sumar.

„Það er eins og þetta sé lítið útsláttarmót. Mér datt í hug, að Gunnar vinni Leon, Darren vinnur svo Jorge Masvidal og sigurvegararnir mætist í sumar. Jafnvel á stóru kvöldi í Liverpool og svo titilbardagi í lok ársins. Ég veit ekki af hverju en ég held að þetta gerist en ég sé það ekki vera gegn neinum öðrum en Tyron Woodley.“

Kavanagh hefur lítið komið til Íslands undanfarin tvö ár á meðan Gunnar hefur að mestu leyti verið að æfa hér á landi. Kavanagh segir þó að þeir æfi kannski ekki eins mikið saman eins og þeir gerðu fyrst en nýti þó tímann mjög vel þegar þeir hittast. Þá eru þeir í stöðugu sambandi á netinu þar sem myndbönd fara fram og til baka og er hægt að gera ýmislegt með það.

„Þessi ferð hefur verið mjög hjálpleg, hann fékk marga mismunandi æfingafélaga. Núna er fókusinn á að halda tæknilegri getu, alltaf að leita að bætingum þó en hann er hæfileikaríkasti veltivigtarmaður UFC. Það er frábært að sjá Unnar [Helgason] koma inn með styrktar- og þrekþjálfun til að sjá til þess að þolið sé til staðar fyrir þrjár eða fimm lotur.“

Kavanagh segist sjálfur finna fyrir mun í styrk hjá Gunnari og segir að getan hafi alltaf verið til staðar hjá Gunnari en núna sé hann orðinn að vél.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular