UFC hélt bardagakvöld í Milwaukee í nótt og var það síðasta bardagakvöld UFC á FOX sjónvarpsrásinni. Þeir Kevin Lee og Al Iaquinta mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.
Þetta var í annað sinn sem þeir Kevin Lee og Al Iaquinta mætast en fyrri bardaginn sigraði Iaquinta árið 2014 eftir dómaraákvörðun. Það sama var upp á teningnum í nótt en Iaquinta vann eftir dómaraákvörðun í fimm lotu bardaga.
Edson Barboza átti svo frábæra frammistöðu þegar hann sigraði Dan Hooker með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Hooker stóð af sér miklar barsmíðar og sýndi hörku sína margsinnis en var stöðvaður að lokum í 3. lotu. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Léttvigt: Al Iaquinta sigraði Kevin Lee eftir dómaraákvörðun (48-47, 48-47, 49-46).
Léttvigt: Edson Barboza sigraði Dan Hooker með tæknilegu rothöggi (skrokkhögg) eftir 2:19 í 3. lotu.
Bantamvigt: Rob FontsigraðiSergio Pettis eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Léttvigt: Charles Oliveira sigraði Jim Miller með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:15 í 1. lotu.
Fox Sports 1 upphitunarbardagar:
Veltivigt: Zak Ottow sigraði Dwight Grant eftir klofna dómaraákvörðun.
Léttvigt: Drakkar Klose sigraði Bobby Green eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Joaquim Silva sigraði Jared Gordon með rothöggi eftir 2:39 í 3. lotu.
Millivigt: Jack Hermansson sigraði Gerald Meerschaert með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 4:25 í 1. lotu.
Millivigt: Zak Cummings sigraði Trevor Smith eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Dan Ige sigraði Jordan Griffin eftir dómaraákvörðun.
UFC Fight Pass upphitunarbardagar:
Léttþungavigt: Mike Rodriguez sigraði Adam Milstead með tæknilegu rothöggi (hné í skrokkinn og hnefahöggu) eftir 2:59 í 1. lotu.
Þungavigt: Juan Adams sigraði Chris de la Rocha með tæknilegur rothöggi eftir 58 sekúndur í 3. lotu.
Eins og áður segir var þetta síðasta bardagakvöld UFC á FOX sjónvarpsrásinni en á nýju ári mun UFC færa sig yfir til ESPN.
7 years of champions being crowned, and history being made. @UFC, Thank you from the all of us at FOX! pic.twitter.com/IjvfGUGG1O
— FOX Sports: UFC (@UFCONFOX) December 16, 2018