Vigtunin fyrir UFC 258 er nú í gangi og hefur allt gengið vel fyrir sig. Kamaru Usman og Gilbert Burns náðu vigt fyrir titilbardaga þeirra.
Fyrrum liðsfélagarnir Kamaru Usman og Gilbert Burns berjast um 170 punda veltivigtartitilinn annað kvöld. Báðir náðu vigt en grímurnar þeirra voru þó örlítið til vandræða.
Usman vigtaði sig fyrst inn 170,5 pund en þar sem um titilbardaga er að ræða þurfti Usman að vera 170 pund slétt eða minna. Hann fór því úr sokkunum og tók grímuna af sér og var þá 170 pund slétt. Ef hann hefði verið hálfu pundi of þungur hefði þetta ekki verið titilbardagi fyrir Usman.
Gríman er kostunaraðili UFC og fá allir bardagamenn þessa sérstöku grímu frá O2 Industries. Gríman reyndist vera aðeins of þung fyrir Usman en hann náði vigt á endanum.
Gilbert Burns kom aðeins seinna en hann var 170 pund slétt. Burns ætlaði að setja upp grímuna góðu fyrir myndirnar en átti í mestu vandræðum með að setja grímuna á sig.
No trouble making championship weight 😤
— ESPN MMA (@espnmma) February 12, 2021
Slight trouble getting the mask back on 😅
Scale and mask conquered, @GilbertDurinho is ready for battle tomorrow night at #UFC258 pic.twitter.com/7n94oJxEV8
Þegar þetta er skrifað hafa allir keppendur kvöldsins náð vigt og stefnir því allt í góða skemmtun annað kvöld.