Utan búrsins er liður hér á MMA fréttum þar sem lesendum gefst færi á að kynnast bardagafólkinu okkar betur. Gunnar Nelson er þekktasti bardagamaður okkar Íslendinga og einn af allra efnilegustu veltivigtarmönnum heims. Þann 8. mars snýr hann aftur í búrið og berst gegn Rússanum Omari Akhmedov í O2 höllinni í London.
Nafn? Gunnar Nelson
Aldur? 25 ára
Hjúskaparstaða? Ég á kærustu
Uppáhalds matur? Porterhouse steik
Uppáhalds veitingastaður? Gló
Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Planet Earth og Family Guy
Besta bíómynd sem gerð hefur verið? Braveheart, Lord of the Rings þríleikurinn og Shawshank Redemption
Uppáhalds hljómsveit? James Brown
Hvaða íþrótt myndir þú aldrei æfa? Krullu, myndi aldrei æfa það.
Hver eru áhugamál utan MMA og hvernig sinniru þeim? Mér finnst gaman að fara í fjallgöngur og útilegur en hef ekkert alltof mikinn tíma fyrir það. Annars bara að borða góðan mat og vera með vinum, fara í bíó en það er alltaf hægt að finna tíma fyrir það.
Hvernig finnst þér best að slaka á? Mjög gott að slaka á með því að fara með vinum og fá sér einn Guinness eða bara heima með kærustunni.
Uppáhalds dagurinn þinn í vikunni og af hverju? Allir dagar eru frekar svipaðir hjá mér. Laugardagar eru auðvitað klikkaðir, svo er spenningurinn fyrir helginni skemmtilegur, fólk að fara í frí og þá gerist oft eitthvað skemmtilegra. Finnst fimmtudagar, föstudagar, laugardagar og sunnudagar vera allt skemmtilegir dagar, hinir eru bara “semi” dagar.
Ertu með tattú? Nei
Hvaða skoðun hefurðu á fjárlagafrumvarpinu? (Hlær)…no comment
Hvað leiddi þig út í bardagaíþróttir? Bara pabbi, bíómyndir og lífið.
Hvaða eiginleika í fólki kanntu best að meta? Mjög heillandi þegar fólk er afslappað með sjálfan sig. Það er eitthvað sem allir geta verið, fólk sé sátt og afslappað með sjálfan sig og hlutina í kringum sig.
Hvað fer í taugarnar á þér í fari fólks? Frekja.
Vandræðalegasta augnablik ævi þinnar? Þetta er kannski ekki neitt sérstaklega vandræðalegt, en ég var að borða amerískar pönnukökur í fyrsta sinn í New York fyrir nokkrum árum, var þar með nokkrum Bandaríkjamönnum. Ég sá stóra smjörkúlu efst á pönnukökunum en ég hélt að þetta væri ís og stakk gafflinum í hana og skóflaði allri kúlunni upp í mig. Ætlaði að fá mér ísinn fyrst, fannst það ekki passa með pönnukökunum, þannig að ég stútfyllti bara munninn með smjöri. Bandaríkjamennirnir vissu hvað þetta var þannig að þeir hlógu mikið þegar þeir komust að því að ég hélt þetta væri ís.
Besta pick up línan? Er í lagi að ég “tjilli” með þér í smá stund þangað til það er óhætt að fara þangað þar sem ég prumpaði.