spot_img
Sunday, April 6, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentVafasamar ákvarðanir dómara leiddu til ósigurs Steinars Bergssonar á Golden Ticket 28

Vafasamar ákvarðanir dómara leiddu til ósigurs Steinars Bergssonar á Golden Ticket 28

Steinar Bergsson mætti Jack Rawlins á Golden Ticket 28 um síðustu helgi í Wolverhampton, Englandi þar sem Steinar stóð sig með prýði en þurfti samt að sætta sig við tap. Ákvarðanir dómarans í búrinu voru vægast sagt vafasamar og hafa verið harkalega gagnrýndar af íslenskum MMA aðdáendum.

Steinar sem berst fyrir hönd Mjölnis byrjaði bardagann af krafti og hitti nokkrum góðum höggum áður en hann tók Jack niður þar sem hann hélt áfram að gefa honum góð högg í gólfinu og sigraði 1. lotuna með mjög afgerandi hætti. Rawlins óx þó ásmegin í 2. lotu og tók hana líklega. Það var því nokkuð ljóst að staðan væri 1-1 og allt undir í 3. og síðustu lotunni en dómarinn, Dan Movahedi, tók tvær afar afdrifaríkar ákvarðanir í þeirri lotu sem höfðu mikil áhrif á bardagann. Dan Movahedi er mjög reynslumikill og dæmir fyrir mörg af stærstu MMA samböndum á alheimsvísu, þar á meðal UFC, og dæmdi hann til að mynda bardaga Gunnars Nelson gegn Kevin Holland helgina áður í London.

Í 3. lotunni lendir Steinar undir í Mount en nær að sleppa þaðan með því að spyrna sér af búrinu sem er fullkomlega lögleg tækni en dómarinn segir að hann hafi haft tærnar inní búrinu eins og Steinar væri að halda sér í það sem er auðvitað fullkomlega gagnstætt því sem í raun og veru átti sér stað. Steinar er settur aftur undir en nær aftur að sleppa þaðan og endar svo sjálfur á að taka Jack niður. Steinar er að vinna úr guard-inu hans Jack og er virkur að gefa honum ground-n-pound högg í gólfinu en Dan Movahedi dómari lætur þá standa aftur upp. Skömmu fyrir það sést hann hrista hausinn yfir gangi mála sem fréttamönnum MMA Frétta fannst mjög skrítið að sjá.

Steinar var skiljanlega mjög svekktur með tapið og ákvarðanir dómarans í viðtali við MMA Fréttir beint eftir bardaga og sagðist ekki hafa mikinn áhuga á að koma aftur til Wolverhampton og berjast í Golden Ticket eftir þessa reynslu sína en hann var samt sem áður ánægður með frammistöðuna og taldi sig hafa unnið bardagann á sannfærandi hátt.

Steinar hefur verið mjög virkur síðan hann þreytti frumraun sína í MMA í nóvember í fyrra á Battle Arena í Northampton en bardaginn við Jack Rawlins var hans þriðji á ferlinum og stendur metið hans nú í 1-2 en auk þessara þriggja bardaga barðist hann tvisvar á nýafstöðnu Vorbikarmóti Hnefaleikasambands Íslands þar sem hann sigraði einn og tapaði einum og gekk burtu með silfurverðlaunin á því móti.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið