spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaValgerður fær risastóran titilbardaga á laugardaginn

Valgerður fær risastóran titilbardaga á laugardaginn

Valgerður Guðsteinsdóttir fær óvænt titilbardaga á laugardaginn. Fyrirvarinn er skammur en bardaginn fer fram í Osló og er risastórt tækifæri fyrir Valgerði.

Hin 32 ára Valgerður (3-0) er eina atvinnukona okkar Íslendinga í hnefaleikum. Síðast sáum við Valgerði í hringnum í október þegar hún sigraði hina tékknesku Dominika Novotná eftir dómaraákvörðun. Valgerður hefur haldið sér í keppnisformi síðan og verið vakandi fyrir næstu tækifærum sem gætu komið með skömmum fyrirvara. Sú varð raunin og er tækifærið risastórt.

Laugardaginn 10. mars fer fram stórt hnefaleikakvöld í Osló á vegum WBC hnefaleikasambandsins sem er eitt af þremur stóru samböndunum í boxheiminum. Aðalbardagi kvöldsins átti að vera Evróputitilbardagi á milli ríkjandi súper-fjaðurvigtarmeistara (-59 kg) sambandsins, norsku stjörnunnar Katarinu Thanderz og áskorandans Toussy L ́Hadji frá Frakklandi. Síðastliðinn fimmtudag neyddist sú síðarnefnda að draga sig úr bardaganum og leit að andstæðingi hófst. Þar sem fyrirvarinn var afar knappur þá var netinu kastað út víða og Valgerður var ein þeirra sem haft var samband við. Hún hugsaði sig ekki tvisvar um og þáði bardagann samstundis, þó með því skilyrði að hann færi fram í léttvigt (-61 kg). Í léttvigtinni vill svo til að WBC „International“ beltið er laust. Það liggur því fyrir að heimsmeistaratitill er að veði í bardaga Katarinu og Valgerðar.

Mynd: Snorri Björns.

Pólitíkin í titlum í hnefaleikunum er ansi flókin. Til útskýringar þá er „International title“ næststærsta beltið sem hægt er að keppa um hjá WBC. Eina beltið sem er stærra er „World title“ og það er hið óumdeilanlega heimsmeistarabelti. Sú sem heldur á „International title“ er hins vegar komin ansi nálægt heimsmeistaratitlinum og telst klárlega hæf sem áskorandi á ríkjandi heimsmeistara. Þetta er því risavaxið tækifæri sem Valgerðar bíður. Það er þó ljóst að andstæðingur hennar verður ekkert lamb að leika við.

Mikil hefð hefur myndast í Noregi fyrir öflugum hnefaleikakonum. Á toppnum þar trjónir Cecilia Brækhus sem er ríkjandi heimsmeistari í fimm hnefaleikasamböndum. Cecila er súperstjarna í heimalandi sínu, sem og í hnefaleikaheiminum öllum. Hún er ósigruð í 32 atvinnubardögum og hefur jafnframt afar góða og markaðsvæna ímynd.

Í kjölfar Ceciliu hafa fjölmargar norskar hnefaleikakonur ruðst fram á sjónarsviðið og er Katarina Thanderz sú sem er næst í röðinni á eftir henni. Hún er 29 ára gömul og ósigruð í sínum sjö atvinnubardögum til þessa. Það er því nokkuð ljóst að veðbankarnir munu telja hana sigurstranglegri.

Mynd: Snorri Björns.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular